Skagfirðingabók - 01.01.1970, Side 129
SALA HÓLASTÓLSJARÐA
bóndi á Uppsölum 1795—1803 og seinna á Merkigili, keypti báðar
jarðirnar, Merkigil á 391 rd. og Miðhús á 152 rd. Segir Jarða- og
búendatal, að hann hafi fljótlega lagt Miðhús undir Merkigil og búið
þar miklu fjárbúi. Segir þar og, að Miðhús hafi verið í eyði 1813—
1847. Johnsen kveður ábúendur tvo leiguliða þar 1842, en ruglar
þessari jörð trúlega saman við Miðhús í Blönduhlíð. Fyrsta greiðsla
fyrir jarðirnar var innt af hendi 1805, 161 rd., en lokagreiðsla 1812,
124 rd. 77 sk. Kúg. keypti Þorvaldur Sigurðsson, er bjó á Merkigili
1789—1802 á 10 rd. 24 sk. Árin 1831—1859 bjó á Merkigili Ingi-
björg Einarsdóttir, seinni kona Jóns Höskuldssonar, og átti hún, skv.
Jarðatali Johnsens, 23 hundr. í jörðinni 1842.
16. Ábcer
Dýrl. 12 hundr., lsk. 72 áln., kúg. ekkert. — Eiríkur Eiríksson,
bóndi þar 1801—1824, en áður í Litluhlíð, keypti jörðina á 160
rd. — Lsk. 1805 2 rd. 67 sk. — Fyrsta greiðsla 1805, 44 rd. 76 sk.,
lokagreiðsla 1811, 29 rd. — Johnsen hefur það eftir hreppstjóra um
1840, að jörðin sé 24 hundr. að dýrl.
17. Nýibxr með eyðibýlinu Tinnárseli
Dýrl. 28 hundr., lsk. 60 áln., kúg. 1. Dýrl. Tinnársels við sérmat
1802 er 12 hundr. — Eiríkur á Ábæ keypti jörðina á 83 rd. og
greiddi verðið 1805. Kúg. keypti Guðmundur Nikulásson, bóndi á
Nýjabæ 1799—1808, á 6 rd. 48 sk.
18. Skatastaðir með eyðibýlinu Skuggabjörgum
Dýrl. 20 hundr., lsk. 110 áln., kúg. ekkert. Guðmundur Þorleifsson,
bóndi þar 1791—1807, keypti jörðina á 173 rd. og lauk greiðslu 1805.
— Árið 1807 hafði Guðmundur jarðaskipti við Árna Jónsson á
Sveinsstöðum. Hélzt jörðin lengi í eigu niðja hans, sbr. Jarða- og bú-
endatal.
127