Skagfirðingabók - 01.01.1970, Page 69
MINNIN GABROT
barnameðfæri. Á hverju kveldi varð svo annað hvort foreldra minna
að reka frá langt inn á afrétti, og dugði þó ekki, því oftast voru stóð-
hópar í túni og engjum, er komið var á fætur. Mig minnir, að faðir
minn hefði 60 krónur fyrir þessa vörzlu um árið.
Faðir minn var mjög starfssamur maður og laginn til allra verka.
Vanalega var hann fáskiptinn, en glaður í orði og töluvert kíminn.
Hann var frekar vínhneigður, en stillti þar í hóf sem á öðrum sviðum.
Hann hafði fallega söngrödd, og engan mann hef ég heyrt kveða jafn
vel og hann, en þá var sú list mikið iðkuð.
Á Ytri-Kotum bjó Sveinn Friðriksson frá Fremri-Kotum. Kona
hans var Sólborg Pétursdóttir, alsystir Páls á Kjarvalsstöðum í Hjalta-
dal. Hún var vel greind kona, hagmælt og skemmtileg, en búkona var
hún ekki. Hún orti „konuvísur" um Akrahrepp, og er vísan um hana
sjálfa svohljóðandi:
Oft í þroti auðargná
yfir tómum kollum,
Sólborg Kotum Ytri á,
ekki snotur það ég sá.
Sveinn var ákafamaður mikill og skarpur til vinnu, kámr og hress
í bragði, meðallagi greindur. Þau hjón áttu mörg börn og voru fátæk.
Af öllum börnum þeirra er aðeins á lífi hér á landi Kristín, kona
Bjarna, sem lengi bjó á Grímsstöðum. Ein dóttir þeirra fór til Ameríku,
Indíana að nafni.
Á Borgargerði bjó Frímann Magnússon, albróðir Þóreyjar móður
minnar, og Jóhanna Steinsdóttir kona hans. Fátæk voru þau, en ákaf-
lega gestrisin. Frímann var fremur vel gefinn, skemmtilegur og glett-
inn, en heldur þungur til vinnu, að minnsta kosti hjá sjálfum sér, enda
átti hann oft í basli af heyleysi og fleira. Kona hans var bráðdugleg
og þrifin, en ógreind og svarkur í skapi hinn mesti. Þau áttu tvö
börn, og varð hvorugt þeirra langlíft, komust þó á fullorðinsaldur, en
Jóhanna lifir enn að ég held, dvelur austur í Norður-Múlasýslu, fluttist
þangað með tengdadóttur sinni 1949.
Þá var til heimilis hjá Frímanni bróðir hans, Eiríkur Magnússon.
67