Skagfirðingabók - 01.01.1970, Page 97
SALA HÓLASTÓLSJARÐA í SKAGAFIRÐI 1802
eftir GÍSLA MAGNÚSSON, STUD. PHILOL.
I.
Þann 15. apríl 1785 var útgefinn konungsúrskurður þess
efnis, að skóla- og biskupshald í Skálholti skyldi lagt niður og eignir
stólsins seldar.1 Skyldi biskup hins gamla Skálholtsbiskupsdæmis
framvegis sitja í Reykjavík og þar yrði og settur á stofn skóli, er kæmi
í stað hins fyrra í Skálholti.
Næstu árin áður höfðu verið þjóðinni ákaflega erfið. Á sjöunda
áratugnum geisaði mjög skæð fjárpest, sem strádrap búfé landsmanna
um Suður-, Vestur- og Norðurland. Ráð við fjárpestinni var það eitt,
að skera niður allt það fé, sem eftir lifði á sýktum og grunuðum svæð-
um, svo að skipta varð algjörlega um fjárstofn um meginhluta lands-
ins. 1780—1784 gengu harðindaár yfir landið, sérstaklega norðanvert.
Árið 1783 geisuðu Skaftáreldar, sem stórskemmdu og eyddu gróður
um Suðurland og víðar. Veturinn næsta féll bæði fólk og fé úr hungri,
sérstaklega á Norðurlandi, þar sem hann var mjög harður. í ágúst
næsta sumar urðu gífurlegir jarðskjálftar á Suðurlandi og hrundi þá
eða stórskemmdist fjöldi húsa. Veturinn eftir féll fólk úr hungri víða
á Suðurlandi.2 Þá var ástandið þannig á biskupssetrinu, að hús voru
flest hrunin til grunna, en búpeningur fallinn úr hor. Er talið, að þessa
tvo vetur hafi nærfellt hálft tíunda þúsund manns dáið úr hungri á
landinu.3
Það var raunar komið í ljós áður, að almenningur gat illa staðið
undir þeim kvöðum, sem á hann voru lagðar til viðhalds stólunum.
Högum landsmanna hafði á síðari öldum alltaf farið heldur hrakandi,
95