Skagfirðingabók - 01.01.1970, Page 82
SKAGFIRBINGABÓK
mín og sagði: „Komdu til mín, greyið mitt, við skulum verða sam-
ferða, það er skemmtilegra fyrir þig."
Oft var það, er nýborin ær eða með lambsótt varð á leið okkar, að
hann sagði: „Ég kem því ekki fyrir mig í svipinn, hvort ég á hana
þessa." Oftast þekkti ég, hvort svo var, og óx í mínum eigin augum við
að geta leiðbeint sjálfum Stefáni á Uppsölum. Vanalega sagði hann
þá, að ég skyldi ekkert minnast á heima hjá mér, að við værum sam-
ferða, fyrir það mundi ég fá snuprur, því kalt var á milli bæjanna.
Ekki var mér grunlaust um, að stórmennska hans ætti þar hlut í. En
hann var mér góður, og það sem meira var, hann bauð að lána mér hest,
ef ég fengi að fara í heimsókn til foreldra minna, og gjörði það alla
tíð með góðu, en hesta sína var hann ekki vanur að lána. í þessum
fjárgöngum okkar hafði hann oft kandís og kringlur í vösum sínum
og gaf mér.
Stefán var gestrisinn og góður heim að sækja, en sérstaklega glaður,
ef heldri menn heimsóttu hann. Eitt sinn var það, að Jónassen kaup-
maður á Akureyri kom vestur að Uppsölum í sérstökum erindagjörðum
og dvaldi þar einn eða tvo daga um kyrrt. Þessa daga var fé smalað
til að marka lömb. Ég var auðvitað látin smala Kúskerpisland ásamt
fleirum og fann þá móðurlaust lamb nýlega borið, sem ég þóttist
þekkja, að væri frá Uppsölum, það var móhosótt gimbur. Ég fór því
með það upp í Uppsalarétt. Þar var búið að reka fé inn, og var flest
heimilisfólk þar viðstatt, þar á meðal Stefán og Jónassen og lá vel
á Stefáni. Ég afhenti honum lambið og var ærin látin helga sér það.
Þá segir hann við mig. „Nú skalt þú eiga ána og lambið, greyið mitt,
þú átt það skilið." Hann leit til Jónassens um leið, sem sagði eitthvað
á þá leið, að vel væri borgað. „Ég læt engan eiga hjá mér," sagði
Stefán. Aldrei var framar minnzt á þessa gjöf, og ærinnar naut ég ekki.
Næsti bær að sunnan við Uppsali er Bóla, og var hún á þeim árum
lítið og lélegt býli. Mig minnir, að Stefán ætti kotið þá. Magnús Jóns-
son og Guðrún Hallsdóttir, móðurforeldrar mínir, bjuggu þar nokkur
ár. Það var fyrir mitt minni, en Guðrún amma mín sagði mér eitt og
annað af viðskiptum þeirra við Stefán. Heldur var hann víst ágengur
við þau og réttur þeirra sem ábúenda takmarkaður. Eftirfarandi vísa
lýsir því að nokkru, en hana gerði Magnús afi minn í orðastað Stefáns:
80