Skagfirðingabók - 01.01.1970, Blaðsíða 68
SKAGFIRBINGABÓK
dal. Hans dóttir Magnea, nú á Sauðárkróki. Friðrik var mikill verk-
maður, góðlyndur og síglaður, en dálítið barnalegur. Sigríður kona
hans var stórlynd og ör í skapi, fljótfær.
Á eftir Friðrik urðu foreldrar mínir, Jónas Hallgrímsson og Þórey
Magnúsdóttir, ábúendur á Fremri-Kotum. Þau voru sárfátæk, er þau
fluttu þangað, en eftir 16 ára búskap þar mátti telja laglegt bú hjá
þeim. Þau áttu 9 börn, en af þeim dóu tvö í æsku.
Móðir mín var skagfirzk í báðar ættir. Foreldrar hennar voru Guð-
rún Hallsdóttir og Magnús Jónsson, bæði vel greind, hún þó sérstak-
lega. Föðurforeldrar mínir voru Hallgrímur Jónasson og Vigdís Jóns-
dóttir, Eiríkssonar frá Héraðsdal. Hallgrímur afi minn var ættaður úr
Eyjafirði. Albróðir hans var Magnús Jónasson, langafi Stefáns Guð-
mundssonar hins alkunna söngvara. Ég heyrði þá bræður, Hallgrím og
Magnús, syngja saman; þá voru þeir orðnir rosknir menn, en mér er í
barnsminni, hvað hljóð þeirra voru falleg og skær. — Vigdís amma
mín held ég hafi verið heldur lítið gefin andlega, en Hallgrímur dável.
Móðir mín var mesta greindarkona og góð kona, sem alla vildi gleðja
og öllum hjálpa, væri þess nokkur kostur. Hún var ljóðelsk og gat
gert vísu, kunni frá mörgu að segja og sagði vel frá. Faðir minn var í
góðu meðallagi að gáfum. Sérstaklega hygginn búmaður, heldur svinn-
ur og aðgætinn, fannst stundum kona sín fullörlát við gesti, sem að
garði komu, enda oft af litlum efnum tekið á fyrri búskaparárum
þeirra. Bú þeirra blómgaðist vel á Fremri-Kotum, þó það yrði ekki
stórt. Jörðin var rýr, átti að heita, að hún fóðraði 2 kýr, og engjar
reytingssamar, en útbeit góð. Oft var þá heyjað uppi á svokallaðri Ytri-
heiði, en erfitt var það á allan hátt, illmögulegt að flytja heyið heim að
sumrinu, og var það oftast sett saman þar efra og svo að vetrinum
flutt heim, þá troðið í poka og þeim svo velt niður skafla, sem lágu
í lautum og dældum.
Eitt var það, sem jók erfiði og fyrirhöfn og var vanþakklátt verk:
Fremri-Kot er innsti bær í Norðurárdal, og þar fram af liggja afréttar-
lönd sveitarinnar. Þá var engin girðing til varnar stóði þaðan, og átti
faðir minn að hafa þá vörzlu á hendi, en stóðið leitaði ákaft til sveit-
arinnar. Á daginn voru því elztu börnin látin sitja við Valagilsána, sem
auðvitað var þá óbrúuð, til að verja stóði yfir ána, og var það oft ekki
66