Skagfirðingabók - 01.01.1970, Blaðsíða 40

Skagfirðingabók - 01.01.1970, Blaðsíða 40
SKAGFIR6INGABÓK kona. Gott vitni bera henni bréf þau, er hún ritaði Finni Jónssyni 4. janúar og 11. febrúar 1753. Þar speglast göfug manngerð hennar og frábær stílgáfa. Við fráfall frú Margrétar varð Þorkell sonur hennar athvarfslaus. Eignir hennar allar féllu þá til Skálholtsstóls upp í álagsskuldina. Voru þá enn ógreiddir nálega 570 rd. Jón Konráðsson prófastur kemst svo að orði um þessa fjárkröfu, að eignir frúarinnar hafi verið svo „gjör- krafðar, að þeir einustu silfurhnappar, sem Þorkell átti, voru skornir úr peysu hans og öll hans lærdómskver í álagið tekin. Varð hann síðan að læra með öðrum piltum á þeirra lærdómskver, þar sem hann gat þau fengið." Er þetta tekið orðrétt eftir ævisögu Þorkels eftir Jón Kon- ráðsson. Hefur hér vafalaust verið farið eftir frásögn Þorkels sjálfs. Er vel skiljanlegt, að slíkt atferli hafi valdið Þorkeli beiskju. Eftir lát frú Margrétar tók séra Högni Sigurðsson á Breiðabólstað Þorkel að sér. Hefur það vafalaust verið vegna fornrar vináttu þeirra séra Högna og Ólafs biskups. En Guðríður Gísladóttir, kona Finns biskups Jónssonar, sá fyrir því, að Þorkell fengi framfærslu í Skál- holtsskóla (ölmusu). Hefur frú Guðríður, sem var kvenval mikið, efa- laust tekið sér nærri, hve hart var að gengið af manni hennar og bróður, þá er heimt var skuld Ólafs biskups til Skálholtsstóls úr hönd- um frú Margrétar, móður Þorkels. Allar góðar konur kjósa sér það hlutskipti að bæta á hljóðláta vísu það, sem frændur þeirra eða nánir vandamenn hafa misgert. Reyndist frú Guðríður Þorkeli hið mesta tryggðatröll og hjálparhella. Samkvæmt ævisögu Þorkels, ritaðri af Jóni Konráðssyni, þeirri sem áður er til vitnað, hefur Þorkell reynzt ágætur námsmaður í Skál- holtsskóla, svo hann í lexíukverum lærði 8 eða 10 blöð á dag, og mælt er, að hann hafi einu sinni leikið sér að 8 blaða lexíulærdómi á dag í Nucleo Latinitatis. Þegar hann var brautskráður af Bjarna rektor Jónssyni 26. apríl 1757, varð hann efstur samstúdenta sinna við skólaröðun.1 Árið 1757, að námi loknu, var Þorkell skipaður djákni að Þykkva- bæjarklaustri í Veri. Var þar daufleg aðkoma. Sú sveit hafði að mestu lagzt í eyði af sandfalli úr Mýrdalsjökli haustið 1755. Þá var klaust- 1 Sjá Skólameistarasögur, Rvík, 1916—18, bls. 333. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.