Skagfirðingabók - 01.01.1970, Blaðsíða 60
SKAGFIRÐINGABÓK
mörk, að dalur sá, sem Gljúfurá kemur af, heitir enn í dag írafells-
dalur austan ár, en Gilhagadalur vestan hennar. Með „Ýrarfellslönd-
um" mun því átt við dal þennan austanverðan og írafellsbungu milli
hans og Svartárdals. Telur Ólafur Lárusson Ánastaði hafa verið yzta
bæ í landnámi Hrosskels. Landnám hans er þannig sæmilega glöggt.
En hvað hreppti Kráku-Hreiðar Ófeigsson, þegar Eiríkur gaf honum
„tunguna alla niður frá Skálamýri"? Eignaðist hann land það allt, sem
nú heitir að réttu lagi Tungusveit, þ. e. byggðina utan frá Vindheim-
um fram að Tunguhálsi, eða eintingis hluta hennar og þá hvern?
Skálamýri, sem afmarkaði landnám Kráku-Hreiðars að sunnan, er
nú óvíst, hvar verið hefur, og veigamikil rök fyrir því, hvar hennar
sé að leita, hafa ekki komið fram, hins vegar þrjár tilgátur um það.1
Ein er sú, að Skálamýri hin forna sé mýrlendið í norðvestur frá Tungu-
hálsi (Breiðargerðisflói). Eftir þessu hefur Eiríkur gefið Hreiðari
gríðarmikið land, alla Tungusveit vatnsfalla milli. Slíkt verður að telj-
ast fráleitt, því þá hefði Eiríkur fengið þeim Hreiðari og Hrosskeli
í hendur samanlagt stærra byggilegt land en hann hélt eftir sjálfur og
átti ekki annað en Vesturdal, Austurdal vestanverðan utan Merkigils,
svo og heiðalönd. Hefur Eiríkur ekki verið jafn vitur maður né slík-
ur stórhöfðingi sem af er látið, eigi þetta að standast.
Önnur tilgáta er sú, að með Skálamýri sé átt við lægð þá eða grafn-
ing, sem verður milli Reykja og Steinsstaða og gengur gegnum Tung-
una þvera. Þar var blautlent áður. Ólafur Lárusson segir réttilega, að
þessi lægð „virðist hafa getað verið glöggt og eðlilegt mark milli land-
náma", en þó sé tilgátan ósennileg, því norðan lægðarinnar séu aðeins
lönd þriggja jarða og ein þeirra, Vindheimar, hafi ekki byggzt fyrr en
löngu eftir landnámstíð, úr landi Reykja. Telur höfundur „næsta ólík-
legt, að Hreiðar hafi látið sér nægja svo lítið landnám, sé honum rétt
lýst í Landnámu." Hér má einnig minnast þeirra orða Eiríks í Goð-
dölum, að niður frá Skálamýri sé ærið landnám Hreiðari og sonum
hans. Það var háð, hafi Skálamýri verið á þessum stað.
Enn er sú tilgáta, að Breiðamýri vestan í Tungunni, í landi Brúna-
staða, muni vera Skálamýri hin forna; „virðist hún fljótt á litið bein-
línis skálarmynduð", ritar Ólafur Lárusson og bætir við: „Sé þetta
1 Landnám í Skagafivði, bls. 107—09.
58