Skagfirðingabók - 01.01.1970, Page 182
SKAGFIRBINGABÓK
7. marz 1800, d. 10. apríl 1866). Síra Sigurður var Blöndhlíðingur og mjög
handgenginn Víðivallaheimilinu frá bernsku. Hann lærði með sonum síra
Péturs og dvaldist á Víðivöllum, unz hann gerðist aðstoðarprestur síra Stefáns
Þorsteinssonar á Völlum í Svarfaðardal árið 1838. Þar dvöldust þau Elinborg til
ársins 1844. Þá fluttust þau vestur að Sjávarborg, en jörðin var eign síra Péturs
og hafði hann fengið hana með fyrri konu sinni, Elínu Grímólfsdóttur. A Sjáv-
arborg voru þau þó ekki nema fjögur ár, því að árið 1848 varð síra Sigurður
aðstoðarprestur síra Jóns Konráðssonar á Mælifelli.1 Attu þau heimili þar, unz
síra Sigurður andaðist. Þá fluttist Elinborg aftur að Sjávarborg til Péturs sonar
sins og átti þar síðan heimili til aldurlags. Hún lézt 9. febrúar árið 1886.
Eiinborg var hin mesta merkiskona. í íslenzkum æviskrám segir, að hún hafi
verið „gáfukona mikil og skáldmælt". Og í Ævisögu dr. Péturs Péturssonar
biskups eftir Þorvald Thoroddsen fær hún svohljóðandi umsögn: „Elinborg
Pétursdóttir var hin mesta merkiskona, afbragðsfrið sýnum, gáfuð og prýðilega
að sér til munns og handa; í hannyrðum var hún framúrskarandi, og var stúlk-
um oft komið til hennar til náms".
Þess má svo geta, að bréf Elinborgar eru rimð mjög fagurri og skýrri hendi,
og leynir sér ekki, að þar hefur bæði vel menntaður og listfengur ritari haldið
um penna. S. B.
I.
Sjávarborg þann 8da febrúar 1845.
Hjartkærasti bezti bróðir!
Góður guð gefi þér líði sem bezt.
Ég umfaðma þig í huganum með innilegasta þakklæti fyrir öll þín
elskulegu góðu bréf til mín og okkar frá því í fyrra vetur, sem allt
þitt sífellda ástríki og kærleika til okkar. — Það er nú mesta bréfs-
efnið mitt, elskulegasti bróðir! að biðja þig forláts á því, að við ekk-
ert orð skrifuðum þér í sumar, það fór einhvern veginn svo óheppnis-
lega fyrir okkur, sjóferðirnar komu fljótara að en við hugðum og því
1 Skv. ísl. æviskr., en í Prestatali og prófasta og sömuleiðis í Ævisögu Pémrs
biskups er sagt, að síra Sigurður hafi orðið aðstoðarpresmr á Mælifelli 1851. En
þetta síðarnefnda ártal hlýtur að vera skakkt, því að í safninu em bréf frá Elin-
borgu skrifuð á Mæiifelli árið 1848.
180