Skagfirðingabók - 01.01.1970, Side 95
HANNES BJARNASON
Hannes var aldrei eftir þetta orðaður við neinn kvenmann. Margrét
var seinna hjá Benedikt á Gili í Borgarsveit og átti með honum dótt-
ur, sem dó um fermingaraldur. Hún hét Klara, greind og efnileg.
Eftir það flutti Margrét til Sauðárkróks, eignaðist þar hús og bjó þar til
dauðadags.
Þau Hannes og Þórey fóru frá Neðrakoti árið 1902 og voru áfram
í húsmennsku, bæði í Villinganesi og frammi í Vesturdal. Þá var farið
að losna um vistráðningarbandið. Hann heyjaði handa skepnum sínum
og var svo í vinnu á ýmsum stöðum. Hann var allgóður verkmaður,
sláttumaður í góðu meðallagi, honum beit vel, var lengi að dengja og
notaði þá ævinlega sín eigin áhöld, sem hann flutti með sér, en ekki
þau tæki, sem fyrir voru á hverjum stað. Mikið vann hann að veggja-
hleðslu vor og haust og þótti farast vel.
í október 1907 andaðist Þórey Bjarnadóttir. Þau systkin voru það ár
búsett á Hofi. Hannes stóð á fimmtugu, og var hann eftir það ein-
stæðingur. Vissi ég, að hann tók nærri sér, að einmitt þá flutti Hjálm-
ar Þorláksson, systursonur hans, burt úr sveitinni, en önnur börn Þór-
eyjar annaðhvort dáin eða komin í fjarlægð. Og fljótlega upp úr þessu
varð hann fyrir því óhappi að fá sár á augað. Fór hann um síðir til
Magnúsar læknis í Hofsósi. Hjá honum var hann um tíma, og lán-
aðist lækni að stöðva frekari skemmdir á auganu. Þó kom ský á
hluta af sjáaldrinu, en sjón missti Hannes ekki að fullu. Fékk hann sér
stækkunarspegil og fylgdist alltaf með því, hvort breyting yrði á aug-
anu, og var það að undirlagi Magnúsar læknis.
Stuttu fyrir 1920 fór Hannes að sumri til norður að Villingadal í
Eyjafirði. Þá var Hjálmar Þorláksson, frændi hans, kominn þangað og
hafði boðið honum að setjast að hjá sér, hið sama gerði Rut Lár-
usdóttir, hálfsystir Hjálmars, hún bjó þá á Sandhólum í Eyjafirði.
Hannes vildi aldrei flana að neinu. Hann fór norður með tvo
mjög laglega. Hún var stór vexti, með dökkt hár, mikið og slétt. Ekki gat hún
fríð talizt; var stórleit mjög, en þó ekki hrikaleg í ásjónu, og bauð af sér
góðan þokka með glaðlegu viðmóti og hispurslausri framkomu." (H. P.).
93