Skagfirðingabók - 01.01.1970, Qupperneq 99
SALA HÓLASTÓLSJARÐA
farið væri eftir tillögum nefndarinnar í nokkru, heldur vegna rögg-
samlegrar og skynsamrar stjórnar forráðamanna stólsins sjálfs. Lá mál-
ið svo niðri um hríð. En undir aldamótin er þetta mál til umræðu á
ný. Undirrótin að því voru skólamálin, sem komin voru í megnasta
öngþveiti. Hólavallarskólinn, arftaki latínuskólans í Skálholti, var gjör-
samlega einskisnýtur orðinn, húsið ónýtt og kennslan hafði ekki verið
upp á marga fiska, enda hafði aðbúðin aldrei boðið upp á slíkt. Var
Ijóst, að til að rífa skólann upp úr þeirri eymd og vesöld, sem hann
var kominn í, þurfti að gera umfangsmiklar og fjárfrekar umbætur.
Til þess þurfti peninga, og þá taldi stjórnin sig ekki geta reitt af
hendi, heldur yrði að taka þá í landinu sjálfu. Nýjar álögur á lands-
menn áleit hún ekki heldur koma til greina.
Sigurður biskup Stefánsson andaðist 1798 og lét stjórnin undir
höfuð leggjast að skipa eftirmann í hans stað, enda vaknaði nú á ný
hugmyndin frá 1785 um að leggja Hólastól niður. Var það einkum
með tilliti til skólamálanna. Árið 1799 skipaði stjórnin nefnd til að
rannsaka þessi mál. Þá um haustið fóru þeir utan Magnús lögmaður
Stephensen, Stefán amtmaður Þórarinsson og Vibe amtmaður og
sátu þeir í nefndinni ásamt Grími Thorkelín, leyndarskjalaverði.
Vildu þeir Grímur og Stefán, að stiftsprófastur sæti á Akureyri, ef
biskupsembættið yrði lagt niður. Skólanum vildu þeir halda, en hann
yrði fluttur til Akureyrar. Magnús og Vibe töldu hins vegar, að bæði
biskupsembættið og skólann bæri að leggja niður og yrði einn biskup
yfir Öllu landinu og einn skóli. Skyldu jarðeignir stólsins seldar og
andvirðið notað til eflingar Hólavallarskóla. Á þessa tillögu féllst
stjórnin, að því leyti er næmi vöxtunum af söluandvirði jarðanna, því
ekki komi til mála að leggja fram fé úr ríkiskassanum.10
Sú ákvörðun að leggja Hólastól niður og selja eignir hans hefur
vafalausr átt sér fleiri orsakir en þá eina, að tilfinnanlega hafi skort
peninga til endurbóta á skólamálum landsins. Ýmsir áhrifamenn innan
danska ríkisins höfðu gert sér ljóst þegar á árunum 1760—70 og fyrr,
að framfara var tæpast að vænta í búskaparháttum, þegar leiguliðinn
var alla ævina að strita við að vinna fyrir þeim sköttum og skyldum,
er á honum hvíldu, en hann hafði varla í sig og á. Náðu þessar um-
ræður svo langt, að landsnefndinni frá 1770, sem skipuð var til að at-
7
97