Skagfirðingabók - 01.01.1970, Side 136
SKAGFIRÐINGABÓK
lákur Símonarson á Stóru-Ökrum keypti á 290 rd. og greiddi að fulln-
ustu 1805. Ingimundur Þorgrímsson, bóndi á Litlahóli 1801—1825,
keypti 1 kúg. á 6 rd., en Gísli Ásgrímsson í Felli 2 kúg. á 14 rd. 48
sk.
16. Viðvík með Hólakoti
Dýrl. 40 hundr., lsk. 2 hundr. 30 áln., kúg. 2. — Margrét Árna-
dóttir, ekkja Jóns Péturssonar fjórðungslæknis, keypti jörðina á 210
rd. og kúg. á 12 rd. — Lsk. 1805 var 9 rd. — Aldrei var neitt greitt
fyrir jörðina, enda var hún gerð að sýslumannssetri með konungsúr-
skurði 8. maí 1805.11
17. Langhús
Dýrl. 20 hundr. lsk. 1 hundr. kúg. 1, og það keypti Gunnlaugur
Pétursson, bóndi þar (d. 1802), á 8 rd. 32 sk., en jörðina keypti Mar-
grét Árnadóttir í Viðvík á 108 rd., og bjó hún þar 1822—1828. Fyrsta
greiðsla 1805, 38 rd. 35 sk. en lokagreiðsla 1808, 35 rd. 68 sk. Var
Espólín þá orðinn eigandi jarðarinnar, keypti hana 1806 á 120 rd.12 •—
Árin 1829—1842 bjó í Langhúsum Sigurður Ólafsson og kona hans
eftir hann til 1856. Átti hún jörðina að sögn Johnsens.
HÓLAHREPPUR
1. Sleitustaðir
Dýrl. 40 hundr., lsk. 1 hundr. 60 áln., kúg. D/3. — Davíð Sveinsson
á Hólum keypti jörðina á 176 rd. Fyrsta greiðsla fór fram 1805, 79
rd. 4 sk., lokagreiðsla 1808, 106 rd. 4 sk. — Davíð þessi er ekki á
Hólum við manntalið 1801 og ekki heldur á Kjarvalsstöðum, þar
sem hann er sagður vera í sumum skrám, og einu sinni, 1806, er hann
talinn vera í Viðvík. Segir í Sögu frá Skagfirðingum, að veturinn 1806
hafi hann lent í málavafstri við Ástríði Pálsdóttur á Kjarvalsstöðum.
134