Skagfirðingabók - 01.01.1970, Blaðsíða 23
HRÓLFUR ÞORSTEINSSON
að draga ullarbaggana yfir á seil, en það tókst ekki. Áin tók fyrsta
baggann, og sást hann aldrei síðan.
Haustið 1966 fór Hrólfur Þorsteinsson í síðasta sinn í göngur
á Nýjabæjarafrétt. í þeirri ferð varð hann lasinn. Nokkru síðar lagðist
hann á sjúkrahúsið á Sauðárkróki og andaðist þar 14. október. Hann
var jarðaður að Silfrastöðum 22. s. m. að viðstöddu fjölmenni. All-
margt fólk kom að norðan, frá Akureyri og úr Saurbæjarhreppi. Þar
var Jón bóndi á Arnarstöðum, sem áður er sagt frá.
Séra Sigfús Árnason á Miklabæ jarðsöng og flutti minningarræðu,
sem mér þótti góð. Hann valdi texta úr 121. sálmi Davíðs, svohljóð-
andi:
„Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp
mín kemur frá Drottni skapara himins og jarðar. Drottinn mun
vernda þig frá öllu illu, hann mun vernda sál þína. Drottinn mun
vernda útgang þinn og inngang, héðan í frá og að eilífu".
Ekki man ég eftir því, að við Hrólfur ræddum um trúmál, en ég
þykist þó vita, að hann hafi borið í brjósti guðstrú ekki veikari
en almennt gerist. Ef til vill hefur hann verið einn af þeim, sem ekki
kærir sig um að láta í ljósi innstu tilfinningar sínar í trúmálum.
Hrólfur var bjartsýnn og trúði á sitt gengi. Eitt sinn sagði hann mér,
að sér hefði alltaf reynzt það vel, að leggja af stað í eftirleitir í dimm-
viðri og hríð, því þá hefði birt upp.
í bók sinni „Minningum úr Goðdölum" skrifar Þormóður Sveins-
son frásögn af því, þegar Hjálmar Þorláksson, þá bóndi á Þorljótsstöð-
um, bjargaði Hrólfi úr Hofsá hjá Klaustrum vorið 1900. Þar mátti
litlu muna og skammt milli lífs og dauða. Hjálmar segir, að sér hafi
orðið sá atburður minnisstæðastur í lífi sínu, en hvað þá um Hrólf,
sem þá átti 66 ár ólifuð, samkvæmt sínum skapadómi. Mun ekki þessi
atburður hafa styrkt trú hans á það, að ekki verður ófeigum í hel kom-
ið og að í hendi Guðs er allt vort ráð?
21