Skagfirðingabók - 01.01.1970, Side 33
SÍBASTA AFTAKA í SKAGAFIRBI
vissu kominn í Gil 1756, en áður mun hann hafa búið í Hvammi
í Fljótum.
Hinir svonefndu „Gilsbræður" hafa ekki búið á Gili (Jón, Þorvaldur
og Ólafur Gíslasynir). En í Hvammi í Fljótum býr árið 1762 Gísli
nokkur Þorláksson, 29 ára, og kona hans Guðríður Jónsdóttir, 32 ára.
Þetta eru sömu nöfnin og Gísli Konráðsson hefur á foreldrum „Gils-
bræðra". Þau eiga að sonum Þorvald (f. um 1765), er býr í Hvammi til
1822, Ólaf (f. um 1781), sem bjó á Höfn í Fljótum og síðar á Lundi
í Stíflu, og Jón (f. um 1769), sem bjó á Gili 1813—1839. Má vera, að
hann hafi verið mestur fyrir sér þeirra bræðra og nafnkenndastur og
þess vegna slæðzt á bræður hans kenningarheitið „Gilsbræður".
Líklegt er, að einhver skyldleikatengsl hafi verið með Jóni Þorláks-
syni í Hvammi og þessum þremur bræðrum, þótt ekki hafi tekizt að
rekja það. Jón Þorláksson (f. um 1696) er miklu eldri en Gísli Þor-
láksson og getur naumast hafa verið bróðir hans.
Ekki er fráleitt að ætla, að Jón Þorláksson hafi verið faðir Ingi-
bjargar seku, en um það verður þó ekkert fullyrt. Ingibjörg finnst ekki
í Fljótum (í tengslum við Hvammsfólk) í manntölum 18. aldar. Verður
því að láta hér staðar numið með þessa ættrakningu að sinni.
í Dómabókinni segir, að Ingibjörg hafi þunguð verið eftir Guð-
mund Einarsson, vinnumann á Mið-Mói í Fljótum. Enginn maður
með því nafni finnst í Sóknarmannatali á Mið-Mói árin 1787 eða
’88. Aftur á móti er á Sjöundastöðum Guðmundur Einarsson, 23 ára
gamall bróðir húsbóndans, og á þeim sama bæ er vinnukona, Ingi-
björg Jónsdóttir, 38 ára gömul. Hér hefur því líklega eitthvað skolazt
til hjá yfirvöldunum, sem Dómabókina færðu, því að ekki er að efa, að
þetta séu hin réttu hjú. Ingibjörg er horfin úr sóknarmannatali árið
eftir, og kemur það heim og saman við, að þá hafi hún flutzt að Hof-
stöðum. Þegar hún er á Sjöundastöðum, fær hún þann vitnisburð hjá
presti sínum, að hún sé „lesande, kemur fyrir sæmilega, fákunnande".
Guðmundur er sagður „lesande, frómur, ærlegur, skýr og skarpur".
Guðmundur var eins og áður segir bróðir húsbónda síns, Magnúsar
Einarssonar, er bjó á ýmsum bæjum í Fljótum (sjá Jarða- og búenda-
tal). Voru þeir bræður Einarssynir, b. á Sjöundastöðum, Skúlasonar og
k.h. Sólveigar Jónsdóttur Oddasonar.
31