Skagfirðingabók - 01.01.1970, Síða 22
SKAGFIRÐINGABÓK
vegna beitarhúsa á Tinnárseli, og efnahagurinn leyfði það naum-
lega. Það var ldukkutímagangur á beitarhúsin, og þá var það óþekkt
að láta fé liggja við opið á beitarhúsum, og sami maður gat ekki hirt
á báðum stöðum, en mildu jarðsælla var á Tinnárseli. Þar festi lítið
snjó, í hnjúknum reif í öllum áttum.
Ekki nefndi Hrólfur samgönguerfiðleika eða einangrun í sambandi
við búferlin, en Ábæjará var oft ófær tímum saman í júlímánuði og
Jökulsá oftast óreið þar undan yfir sumarið, og gat þá heimilið verið
algerlega einangrað á „milli á", þar sem Onundur víss bjó forðum.
Ástæða til þess, að Ábæjará fer seinna að vaxa en aðrar ár, er sú, að
vatn dregur í hana úr slakka uppi í fjallinu fyrir botni Ábæjardals
í þúsund metra hæð, og er þar fannakista mikil, og tekur ekki upp
allar fannir í köldum sumrum. Það var að vísu hægt að ganga fyrir
upptök árinnar og var stundum gert, en ekki hentaði það vel, ef
mikið lá á, því það var 5 stunda gangur báðar leiðir eða meir.
í bókinni „íslenzkar ljósmæður", 2. bindi, er þáttur um Ólínu
Sveinsdóttur í Litluhlíð. Þar segir frá því, þegar Hrólfur var að
sækja ljósmóðurina til konu sinnar 1. júlí 1927. „Þau komu að ánni kl.
3 um daginn og var hún þá í flóði. Þá sagði Hrólfur við Ólínu: „Hún
er ljót núna." „Þú ferð á undan, ég kem á eftir," svaraði hún. Ferðin
gekk slysalaust yfir ána, en tveim stundum seinna var hún með öllu
ófær. Þessi saga sýnir glöggt, hvað litlu mátti muna á afskekktum
stöðum, að hægt væri að fá hjálp í lífsnauðsyn."
Magnús á Frostastöðum rak fé sitt að Ábæ fjögur sumur, 1919 til
1922. Féð var rekið fram eftir um sumarmál, eða þegar hægt var að
sleppa og áður en ár fóru að vaxa. Um þessa selstöðu Magnúsar sjást
ennþá glögg merki. Hann lét byggja rétt á stórgrýttri urð við Geldinga-
læk, skammt sunnan við Nýjabæ, sem enn stendur vel. í fyllingu tím-
ans kom Magnús hreppstjóri á hverju vori með menn sína til að
smala og rýja. Eitt vorið var það, þegar búið var að rýja og allt til-
búið til brottferðar, að þá var Ábæjará ófær. Sagt var, að Magnús
væri óþolinmóður að bíða, en þrjá sólarhringa varð hann að hlusta á
söng árinnar og grjótkast við bæjarvegginn á Ábæ. Einn daginn
setti Hrólfur upp merki, sem Skatastaðamenn áttu að sjá, hefur líklega
breitt á sem kallað var, og þeir komu fram að Ábæjará. Það var reynt
20