Skagfirðingabók - 01.01.1970, Page 203
HORFT TIL BAKA
Tvö timburhús voru í Bæ. Hús Jóns var ein hæð og ris. Á hæðinni
voru tvær stofur, lítið hjónaherbergi, dagstofa vinnufólksins, þar sem
það mataðist og sat við störf sín, stórt eldhús og búr. Uppi voru svefn-
herbergi. í hinu húsinu bjó Stefán Jóhannesson, ættaður úr Sléttu-
hlíð, ásamt konu sinni, Hólmfríði Þorsteinsdóttur. Áttu þau tvo syni,
sem einnig voru í skólanum. Stefán stundaði aðallega sjó, var formaður
á „Valnum" meðan hann gekk og var einn af eigendum hans.
Bæjarklettar eru í landi Bæjar, niður við sjóinn. Þeir rísa nokkuð
hátt, og er standberg sjávar megin. Aðalklettarnir eru þrír: Yzti-
klettur, Miðklettur og Syðstiklettur. Smávíkur eru á milli þeirra. Þar
inn af er nes, sem skagar í suðvestur og heitir Hellunes. Dálítil vík
myndast innan við nesið, en fjara er lítil og stórgrýtt og háir bakkar.
Innst á víkinni er Æðarsker. Norðan við Yztaklett gengur vík inn að
austan, og er þar aðallending og uppsátur fyrir bátana. Hinumegin
víkurinnar er Bæjarmöl. Upp af klettunum voru grasflatir, en síðan tók
við mýrarsund, er náði heim að túninu í Bæ. Innan við Bæjarmölina
eða austan við hana er töluvert sléttlendi. Eru þar engjarnar frá Bæ.
Voru þær mjög grasgefnar, enda flæddi vatn á þær á vorin, eins og
áður getur. Utar með vatninu, nær Þórðarhöfðanum, var töluvert
kríuvarp.
Fjögur býli voru á Bæjarklettum. Hétu þau Miðhús, Lágabúð, Langa-
búð og Liljukofi. Þau stóðu á grasflötinni sunnan við lendinguna. Auk
þess var þar fiskhús útgerðarfélagsins og tvær eða þrjár sjóbúðir.
í Miðhúsi bjó Jón Sveinsson, lítill maður vexti, en snöggur í hreyf-
ingum, kappsamur, viðræðugóður og skemmtilegur. Hann stundaði
eingöngu sjó og var smndum formaður á árabátum, hafði farið á ver-
tíðir á Suðurlandi á sínum yngri árum og kunni frá mörgu að segja.
Jón giftist aldrei, en átti með bústýru sinni þrjú börn. Hún hét Mar-
grét Árnadóttir, hafði áður verið í vinnumennsku hingað og þangað.
Margrét var stór kona, ekki fríð, en myndarleg, frekar dugleg, vel gef-
in og eitthvað hagmælt, þó allt sé það líklega glatað, eins og svo margt
frá þessum tíma. Gestrisni var við brugðið á því heimili og oft hellt
upp á könnuna. Marga bolla drakk ég í Miðhúsi, er ég kom á Klett-
ana, og svo mun hafa verið um fleiri.
201