Skagfirðingabók - 01.01.1970, Page 190
SKAGFIRÐINGABÓK
eiga hana.1 Við fórum héðan í veizlu Magnúsar og veizlukvöldið yfir
að Glaumbæ og vorum þar nóttina, því maðurinn minn messaði þar
daginn eftir. Hann hefir þjónað báðum sóknunum fyrir prófastinn,
síðan hann fór suður á alþing og þykir fólki það hafa ekki farið illa og
held ég það hefði verið ánægt með hann hefði gjört það lengur. Hann
hefir sótt um Fagranes, ef síra Benedikt fengi eitthvað, en það líklegast
ekki verður. Ekki kynnum við samt við að fara þangað og vildum helzt
vera hér og hér væri messað að helmingi. Hitt er of örðugt fyrir hann
heilsulinan, en þetta líklega kemur ekki til. Kjóllinn er hönum mátu-
legur utan yfir léreptsskyrtu og þunnt vesti. Hann að sönnu er nú með
grennsta móti, en hann mun ekki verða oft í hönum. Ég þakka þér fyrir
hann aftur og aftur hjartanlegast, þó mér þyki sárt að geta hvörki né
mega borga þér hann. Ég varð því fegin, að þú fékkst þessa nafnbót,-
Mér finnst þú munir hafa betra af því, og það sýnir, að þú hefir þótt
verðugur fyrir hana. Mikið hefir þú gjört forsjállega í því að gifta
þig ekki ytra, þó mér hefði sýnzt annað hefðir þú átt ríka og væna
konu. Þér hefði verið það styrkur, þekkir þú það sjálfur bezt. Ekki
fráfælast íslenzku stúlkurnar það, þó þú verðir gráhærður, þegar þú
kemur inn, og mátt þú líklega velja um þær, ef þú vilt nokkra þeirra.
Ég held þér finnist bezti minn eins og mér stundum'’... ég vera orðin
svo gömul, stundum finnst mér aftur ég vera eins ... það sem ég hef
haft í kinninni er gigt eða tannpína og hef ég ... með köflum og
grefur það þá öðru hvörju megin við tanngarðinn inn í munninn. Við
því er ekki að fá bót með meðölum.
Ég gladdist af því, að bræður okkar fengu þessi umskipti á brauð-
unum, ef þeim fellur það þá betur.4 — Síra Jón í Felli er ei farinn
héðan. Hann hefir fengið Goðdali.5 Maðurinn minn fór út að Felli í
sumar og kom þeim alit vel saman. Nú hafa þeir sammælzt að finn-
1 Ekki kvæntist síra Jón Hólmfríði þessari. Aftur á móti gekk hann eigi
löngu síðar (1850) að eiga aðra blómarós: Þóru Rósu Sigurðardóttur (d. 1914).
2 Brynjólfur var sæmdur nafnbótinni kammerassessor 22. jan. 1847.
3 Hér hefur rifnað úr blaðjaðri.
4 Dr. Pétur Pétursson varð forstöðumaður hins nýstofnaða prestaskóla vorið
1847. Hann var áður prestur á Staðastað. Jón Pétursson hafði verið sýslu-
maður í Strandasýslu, en fékk Borgarfjarðarsýslu vorið 1847.
5 Síra Jón Hallsson.
188