Skagfirðingabók - 01.01.1970, Blaðsíða 189
ÞRJÚ SENDIBRÉF
III.
Sjávarborg þann 15. ágúst 1847.
Hjartkæri bezti bróðir minn!
Það gengur nú eins og vant er fyrir mér, að þó mig langi aldrei svo
mikið til að skrifa ykkur brasðrum mínum, verður það í einhverju
framkvæmdarleysi, þangað til bréfið á að fara af stað. Svo gengur það
núna, að nú er komið kvöld, en maðurinn minn og litli Pétur ætla
í fyrramálið snemma út í kaupstað, og sé ég það í hendi minni, að ég
verð ekki búin að tala helminginn af því, sem ég vildi, en máske ég
þyrfti að tala við þig meira en kemst á þennan lappa, elskulegasti
bróðir! ef mér fyndist ég hafa fengið nóg af því. Það er þá fyrst og
fremst að þakka þér allra hjartanlegast og umfaðma þig í huganum
fyrir þitt elskulega tilskrif, sendinguna og í einu orði allt ástríki þitt
við okkur fyrst og seinast, og verður það allt endurgjaldið frá mér fyrir
það allt saman, og veit ég þú verður því ekki reiður. — Það er nú fyrst
að byrja fréttirnar á því, að okkur líður vel, guði sé lof! Við höfum
ekki legið í kvefsóttinni í sumar, gekk hún þó og hafa æðimargir
dáið. Flugumýrarhjónin misstu eina barn sitt, efnilega stúlku og var
mikill harmur eftir það. Við þá mæðu eru þeir fríir, sem ekki gifta
sig, að sjá ungbörnin sín taka mikið út til dauðans, því hún er ekki
létt. Síra Pétur bróðir missti litla drenginn sinn fallega í fyrrasumar
og mun hafa saknað hans. — Sumir hafa verið að giftast í sumar, þar
á meðal Magnús Gíslason, átti Margréti dóttur síra Jóns á Miklabæ,
og vildi ég það færi vel. Hún er vænn kvenmaður í mörgu, drífandi
og dugleg og hefir verið afbragðs góð við foreldra sína. Þau búa á
hálfum Miklabæ og hafa efni nóg, því Magnús átti bú og hún fékk
arfinn sinn eftir móðurina. Páll Jónsson ætlar nú suður til vígslu og
verður hann capelan hjá síra Jóni og ætlar að eiga dóttur hans Stein-
unni og búa þau á fjórða parti, en síra Jón á öðrum fjórða parti og
hefir fengið Hólmfríði bróðurdóttur Jóhannesar í Hofstaðaseli fyrir
ráðskonu. Það er dávæn stúlka, þó ber nú ekki enn á því hann hugsi að
187