Skagfirðingabók - 01.01.1970, Blaðsíða 20
SKAGFIRBINGABÓK
ákvað að ríða norður að Tjörnum næsta morgun, en Hrólfur hafði
hugmynd um, að eftirlit með fjárferð ætti að vera frá Eyjafjarðar-
dal suður öræfin í átt til Tungnafellsjökuls. Þetta reyndist rétt, og
höfðu verið farnar eftirlitsferðir á bíl öðru hvoru, en þá var búið
að ryðja bílveg yfir Vatnahjalla. Gunnar bóndi tók mér hið bezta og
brá við að sækja kindurnar, og ekki fékk Mývatnssveitarhyrna leyfi
til að sveima fleiri sumur á öræfum. Hún var flutt til Akureyrar og
látin hverfa inn á eilífðarlandið með sín fótasár. Vafalaust hefði
ærin fengið að lifa nokkrum vikum lengur, ef Hrólfur hefði ekki
verið að forvitnast um tilveru hennar á Geldingsárdrögum.
Alvara fylgdi starfi okkar, og allar frásagnir varðandi það urðu að
vera nákvæmar og sannar, og þær voru það, að minnsta kosti hjá
Hrólfi, því hann var trúr og samvizkusamur við öll störf.
Hrólfur átti röska hesta, sem voru þolnir og þjálfaðir af mikilli
brúkun og reið oftast hart að þörfu og óþörfu. Einu sinni vorum við
samferða fram í Orravatnsrústir, og þegar kom upp á hálendið, reið
hann mig af sér og kom 15 eða 20 mínútum fyrr í áfangastað. En þó
Hrólfur færi geyst, kom það á móti, að hann hugsaði mjög vel um
hesta sína, vildi ekki láta þá standa úti í vondum veðrum og fóðraði
þá vel á vetrum. Svo sat hann vel hest, hallaði sér fram í hnakknum,
hugurinn bar hann hálfa leið. Hann var sannkallaður fjallamaður og
riddari á fjöllum. Fjöllin áttu hug hans, þar sem lagðprúður sauður
fetar götuslóð og tærar vatnslindir spretta fram í fjallahlíðum. Sjötíu
haust samfellt fór hann í göngur og leitir. Ellefu ára gamall fór hann
fyrst í eftirleit, og „Eiríkur í Nesi bar mig yfir allar ár", sagði hann.
Þetta mun hafa verið leit í Miðhlutardrög, því Hrólfur var þá á Hofi,
og árnar verið Miðhlutará og kvíslar hennar.
Mér þótti gaman að kynnast hinum ólærða náttúruskoðara, sem
Hrólfur var. Ég undraðist athyglisgáfu hans og næmi. Hann þekkti
hverja grastó og hvern hjalla. Hann vissi, hvaða jurtir voru í þessum
hvammi eða hinum, og hvar var silungur í læk eða vatni. Hann
vissi, hvar fjallagrösin voru mest og bezt. Það var í Eystri-Pollum. Þar
tíndum við einu sinni fullan hálftunnupoka á lítilli stundu af þessum
stóru grösum, sem kölluð voru skæðagrös.
18