Skagfirðingabók - 01.01.1970, Side 100
SKAGFIRBINGABÓK
huga hagi landsins og hvaða ráðstafanir þyrfti að gera til að bæta
kjör almennings, var m. a. falið að athuga, hvort ekki mundi heppi-
legt, að selja jarðir konungs á íslandi.11 Til þess kom þó ekki, og tald-
ist konungur löglegur eigandi þeirra enn um sinn. Eftir fall Struensees
1772 sat íhaldssöm stjórn að völdum fram til 1784, sem taldi jafnvel
afnám átthagafjötra á dönskum bændum hreina ævintýramennsku
og gott ef ekki landráð.
Guldbergsstjórninni var steypt 1784, og tók þá við stjórn, sem
kennd er við A. P. Bernstorf. Sú hafði sýnu meiri skilning á málefn-
um bænda heldur en Guldberg og hans nótar. Reyndi hún sem mest
að stuðla að því, að bændur í Danmörku gætu eignazt ábýlisjarðir sín-
ar sjálfir og afnam átthagafjötrana, er tíðkazt höfðu um aldir, árið
1788. Til þessa má og rekja, að stjórnin kvaddi fjóra menn í nefnd
aldamótaárið,12 til þess að gera nýtt jarðamat á íslandi, árin 1801—
1805. Og þau ákvæði, sem stjórnin setti við uppboð Hólastólsjarð-
anna áður, sýna vel hug hennar til leiguliða í þessum efnum, þótt
vel megi vera, að ekki hafi eins vel tekizt og til var stofnað í upp-
hafi.
Hólastóll var lagður niður með konungsbréfi 2. okt. 1801.13 Þar seg-
ir m. a., að embætti biskups og skólahald á Hólum sé ekki nauðsyn-
legt. Skuli hvorttveggja því lagt niður, en eignirnar seldar hæstbjóð-
anda og andvirðinu varið til að koma upp einum góðum skóla í
Reykjavík. Slíkt yrði ókleift ella, nema með auknu fé úr ríkiskassanum
eða nýjum álögum á almenning í landinu, en hvorugan þessara kosta
taldi stjórnin færan. Auk þess, ef tekið væri tillit til fólksfjöldans í
landinu, ætti einn lærður skóli að nægja.
Þegar stjórnin hefur boðað þessar ákvarðanir sínar, ákveður hún, að
sala stólsjarðanna skuli fara fram næsta sumar undir umsjón jarða-
matsnefndarmannanna. Sú nefnd var skipuð 18. júlí árið 1800, eins og
áður segir, og með bréfi rentukammers 18. marz 1802 er nánar skýrt,
hvernig að skuli farið. Áttu nefndarmenn að skipta með sér sýslum,
tveir og tveir saman. Stefán Stephensen assessor og Árni Sívertsen
undirkansellisti átm að sjá um Skagafjarðar- og Húnavatnssýslur, en
hinir tveir um Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslur. Skyldu þeir gera jarða-
mat þegar um vorið og bjóða jarðirnar síðan upp strax og því væri
98