Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Blaðsíða 20

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Blaðsíða 20
Múlaþing Þorsteinsson frá Stefánshúsi og Jón bróðir hans frá Þórarinsstöðum. Þeim varð strax litið á kassann og spurðu mig nánar um björgun hans. Þeir leituðu merkja á honum. Ekkert merki fannst. Þá var næst að forvitnast um hvað kassi þessi hefði að geyma. Það vom þama í skúmum tæki til þess að spretta upp fjölum úr loki kassans. Fljótt komu í ljós fjórir blikkbrúsar, 10 lítrar hver og ómerktir. En hvað var þá í brús- unum? Á þeim var skrúfað blikklok og gekk vel að skrúfa það af. Svo var þefað úr brúsanum sem opnaður var. En hvað skeði - angandi spírituslykt! Nú var hellt ofurlítilli lögg á beituskurðarborðið og borin að logandi eldspýta. Lögurinn fuðraði upp á svipstundu og ekkert eftir nema angandi sprittlyktin. Svo var fingri drepið í löginn og sleikt af honum með tungunni. Það leyndi sér ekki að þama var spíritus. Nú kann ég ekki að segja meira frá kassa þessum því hann sá ég aldrei framar. Eg var hættur björgunarstörfum og hélt heim. Satt að segja hálfgleymdi ég á tímabili kassa þessum. Hann var ekki mín eign fremur en annað sem dregið var á land af Sterlingsreka þessa óveðursnótt. En hver átti þennan kassa? Vissulega var vart um annað að ræða en hann hafi verið úr Sterling. Mér datt í hug apótek einhvers staðar þar sem þau vom á viðkomuhöfnum skipsins. Ekki átti kassinn að fara til Seyðis- fjarðarapóteks. Hans Sehleck, sem þá veitti apótekinu forstöðu, gaf upp á lista þær 10 sendingar sem hann saknaði úr farmi Sterlings en þar er ekki spíritus nefndur utan 1 fl. Sol Jodi spir 5.3 kg, verðlögð á 35 krónur sléttar. Það man ég þó að þeir félagar áminntu mig að hafa ekki orð um kassa þennan. Mér þótti þó eins og ég ætti ekki minna tilkall til hans en þeir, a.m.k. var það ég sem dró hann upp úr sjónum og bar hann inn í beitningaskúrinn. Ég lofaði þögn og minntist aldrei á kassann, þennan dularfulla ómerkta kassa sem geymdi hvorki meira né minna en 40 lítra af 96% spíritus, eftir því sem ég síðar frétti. Það magn gæti svarað til 120 lítra af meðalsterku áfengi. Nú liðu 12 ár. Þá kom ég þar að sem Þórarinn Sigurðsson var að klippa til ferkantaðan tinhúðaðan tíu lítra blikkbrúsa. Ég hafði þá orð á því að þessi brúsi minnti mig á brúsana sem voru í kassanum sem ég hafði dregið upp úr sjónum nóttina sem verið var að bjarga því sem rak á fjörur úr Sterling. Þórarinn kímdi og sagði að ég gæti rétt til um það. Sagði hann mér þá að þeir félagar hefðu geymt kassann fyrst í Sjólystarhúsinu, en síðar farið með einn brúsann um borð í vélbát þeirra, Þór NS 243, geymt hann þar í læstum stafnskáp, annan brúsa hafi hann geymt í kjallaranum heima á Þórarinsstöðum en hina tvo á öruggum stað sem enginn gat vitað um nema þeir þrír sem opnuðu fyrst kassann. fnnihaldið létu þeir rannsaka og reyndist það vera ómengaður 96% spíritus. Aðra skýringu gaf Þórarinn mér ekki á þessu en það get ég vottað að aldrei varð ég þess var að þessir menn neyttu áfengis svo nokkuð væri áberandi og heldur ekki neinir af þeirra félögum sem ég líka þekkti. Allir gátu þessir menn smakkað vín en aldrei nema í góðu tómi og þá af hófsemi. Trúað gæti ég að þessa vínmagns hafi á mörgum ámm verið neytt og veitt í góðra vina hópi. Aldrei heyrði ég minnst á að þeir félagar væm birgir af víni svo vel hafa þeir með það farið. Var ég þeim þó samtíða öll þau ár sem það mun hafa enst. Þetta kallar maður að kunna að fara með vín en það er því miður ekki öllum gefið. Ég held að fóstra mínum hafi komið betur að vita ekki um vínfúnd þennan. Hann var stakur reglumaður, neytti aldrei víns né tóbaks um sína daga. 18 t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.