Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Blaðsíða 114
Múlaþing
Síra Þorgrímur Arnórsson
en síðan lengi á Melum í Fljótsdal (f. á Há-
konarstöðum 1737, en varð bráðkvaddur á
Aðalbóli 24. maí 1804,- þar staddur í kynn-
isför hjá Guðrúnu systur sinni). Þorkell
Þorsteinsson var líka farinn að búa á Eiríks-
stöðum 1723, og 1749, þegar Gunnlaugur
Amason fórst í Hrafnkelsdal, bjó hann enn
á Eiríksstöðum. Gunnlaugur gekk til hrossa
í Hrafnkelsdalinn, er þá var í auðn langt
skeið, eða alt frá Svartadauða til þess að
Pjetur sonur Guðmundar prests Ingimund-
arsonar í Hofteigi bygði þar fyrstur á Vað-
brekku aftur um 1770. Síra Guðmundur
faðir Pjeturs var seinast prestur á Skriðu-
klaustri sjer í lagi, vígður þangað 1729.
Fjekk Hofteig 1738 og prestur þar til 1774,
(d. 1777). Fyrri kona Pjeturs á Vaðbrekku
var Olöf dóttir elsta Pjeturs forföður Há-
konarstaðaættar. Pjetur Guðmundsson dó á
Torfastöðum í Hlíð 1815, 88 ára,- Gunn-
laugur þótti tilhaldsmaður í klæðaburði að
þeirrar tíðar hætti. Því sagði Þorkell, er
hann vissi afdrif hans, „að svona fæm þess-
ir hnappastrákar“. En fúlmannlega hafði
verið að Gunnlaugi unnið, líkið lemstrað
mjög og flakandi í sárum. Þótti og sem hann
hefði veitt frækilega vöm og vegandi eigi
gengið heill af hólmi heldur, því blóðdrefjar
fylgdu fömm hans, er vom kringlótt (lík-
lega eftir þrúgur), og lágu austur á heiði. Þá
var Gunnlaugur trúlofaður Solveigu dóttur
Þorkels. Var álitið, að annar maður, er og
hafði lagt hug á Solveigu, hefði fengið sek-
an mann, Þorkel Böðvarsso, berserk mikinn
og illmenni, bróður Áma skálds á Ökmm,
1713-1777, til þessa verks. Solveig harm-
aði mjög Gunnlaug. Er þaðan komið Gunn-
laugsnafn í ættinni, því hún ljet son sinn
heita Gunnlaug. Varð hann efnismaður
með afbrigðum *, en dó ókvongaður á
Skjöldólfsstöðum úr bólunni 1786, 26 ára
gamall. Þótti hann laukur ættar sinnar og
varð mjög harmdauði-. Þorkell bróðir
Gunnlaugs bjó á Eiríksstöðum og dó þar 28.
mars 1810. Hróðný Pálsdóttir kona hans
ljest 20. júlí 1833, 85 ára. Gunnlaugur son-
ur þeirra bar nafn Gunnlaugs föðurbróður
síns (f. 12. maí 1787, d. 4. maí 1851). Var
hann merkur maður og bjó á Eiríksstöðum,
móðurfaðir Gunnlaugs Snædals bónda á Ei-
ríksstöðum (f. 18. júní 1845, d. 23. sept.
1888). Kristín dóttir Solveigar dó 17. júlí
1811, en Sigvaldi maður hennar andaðist
^ „Sjerdeilis atgjörfismaður, 31/4 al.fullkomnar á hœö“, segir síra Erlendur Guömundsson, semþá varprestur íHof-
teigi (d. í Stöð 1803).
z Brjefþað, sem flutti Einari föður Gunnlaugs lát hans, er enn til, og er það prentað hjer til að sýna stafsetning og
stílsmáta sendihrjefa þá á Jökuldal. Brjefið er ritað bœði með fljótaskrift og settaskrift og hljóðar svo:
112