Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Blaðsíða 78
Múlaþing
Skáli
Túngarður
Reikna má með að kirkjur hafl verið
reistar við bæi á upphafsárum kristni á
Islandi, eins og síðar varð. Á Geirsstöðum
hlaut einnig að hafa staðið ívemhús á sama
tíma og kirkjan.
Um 100 metmm sunnan við rúst I er löng
tótt. Á yfirborðinu er að sjá sem húsinu hafí
verið skipt upp í tvo hluta, sennilega
ívemhús og gripahús. Þetta verður þó aldrei
ljóst nema með því að grafa rústina upp.
Ákveðið var að taka könnunarskurð í
gegnum annan langvegg rústarinnar og inn í
hana miðja, til þess að athuga hvort
byggingin væri frá sama tíma og rúst I, en
eins til að kanna hvort rústin gæti verið af
íveruhúsi.
Könnunarskurðurinn var tekinn í syðri
hluta rústarinnar og var gólfíð þar hellulagt.
Gjóskulög komu mjög skýrt fram í
skurðinum og þau sýndu, svo að ekki verður
um villst, að þessi bygging hefur verið í
notkun á sama tíma og rúst I.4 Líklega hefúr
þessi hluti hússins verið notaður sem
ívemhús, af gerð gólfsins að dæma, en þar
fannst auk þess eitt brýni. Húsið er einnig,
eins og rúst I, nánast eingöngu byggt úr torfí.
Langhúsið virðist vera í stærra lagi miðað
við önnur norræn langhús frá sama tíma. Það
er yfir 30 metrar að lengd og um 13 metrar á
breidd. Á húsinu em tvær viðbyggingar, sem
gerir það enn tilkomumeira. Skammt norðan
við bygginguna hefur beitarhús verið reist,
mögulega á eldri rústum. Norðan við
beitarhúsið er lítil rúst, sennilega heytótt.
Umhverfis allar rústirnar liggur
túngarður. I norðvestri vottar fyrir hliði eða
inngangi inn í hann. Þar fyrir utan hefúr
staðið lítil bygging. Ennfremur em afgirt
engi utan við garðinn. Túngarðurinn af-
markar mjög stórt svæði í kringum rústimar
og því ljóst að mikil jörð hefur tilheyrt
bænum.
Til að sjá uppbyggingu og aldur
túngarðsins var grafínn könnunarskurður í
hann, eins og sá sem gerður var í lang-
húsrústina. Skurðurinn sýndi að tún-
garðurinn hefúr á sínum tíma verið nokkuð
hár, yfír 1 metri á hæð. Hann hefur verið að
mestu byggður úr torfí en ofan á torf-
hleðsluna hefur verið sett einföld steinaröð,
trúlega til að vama því að skepnur fæm yfír
túngarðinn.
Gjóskulögin, sem sáust í sniði skurðsins,
vom mjög skýr og vottuðu að túngarðurinn
hefur verið byggður á sama tíma og lang-
húsið og rúst I. Að þessum upplýsingum
fengnum um kirkjurústina, langhúsið og
túngarðinn, var komið í ljós áður óþekkt
margra alda garnalt stórbýli í Hróarstungu.
Elstu kirkjur landsins
Fyrstu kirkjur landsins hafa líklega verið
litlar heimiliskirkjur, reistar á höfuðbólum
höfðingja sem stöðutákn og varla ætlaðar til
þess að þjóna heilum söfnuði.5 Einnig má
reikna með að um og efitir kristnitöku árið
1000 hafi kirkjur verið reistar mjög víða um
sveitir landsins.
Páll Jónsson, biskup í Skálholti, lét gera
skrá yfír allar kirkjur í sínu umdæmi
4 Magnús A. Sigurgeirsson 1997.
5 Hjalti Hugason 1996:118.
76