Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Blaðsíða 91

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Blaðsíða 91
Foxleiðangurinn Klausan í bók Halldórs Stefánssonar A bls. 58 og næstu síðu í bók Halldórs Stefánssonar Þættir úr sögu Möðrudals á Efra-Fjalli, sem kom út á Akureyri 1943, er kafli um Sigurð Jónsson og Astríði Vemharðsdóttur í Möðrudal. Á bls. 62 er eftirfarandi klausa: „Til er samtímalýsing af Sigurði bónda. Árið 1860, er hinn svokallaði Fox-leið- angur var gerður til að athuga um síma- lagningu til Islands og yfir land, komu leiðangursmennimir í Möðrudal. Lýsa þeir Sigurði svo, að hann hafi verið hár maður og vel á sig kominn á vöxt, fríður sýnum, höfðinglegur og vel menntur. Segja þeir, að á búinu hafi verið 6-8 hundr. sauðfjár. Við- tökur, viðmót og heimilishættir þótti þeim vera með ágætum og bera vott um vel- megun og menningu. Stórhrifnastir vom þeir þó af Aðalbjörgu dóttur hjónanna, er var elzt dætra þeirra og gekk þeim fyrir beina“. Enn um leiðangurinn og sjálft skipið I frásögn Jóns læknis, þar sem hann telur upp leiðangursmenn, er I.C. Woods titlaður skrifari leiðangursins, steinafræð- ingur og ljósmyndari. Leiðangurinn tók land á Djúpavogi 12. ágúst 1860. Varðveist hefur ein mynd sem Woods tók af bæjar- húsum á Djúpavogi og er hún birt hér. Inga Lára Baldvinsdóttir, forstöðumaður ljós- myndadeildar Þjóðminjasafnsins, birtir hana í grein í Arbók Hins íslenska fornleifafélags 1994 í greininni „Stereó- skópmyndir á Islandi“. Þessi mynd er stórmerk heimild frá þeim tíma og er með elstu ljósmyndum sem teknar voru á íslandi, að því er Halldór J. Jónsson, fyrrverandi forstöðumaður ljós- myndadeildarinnar tjáir mér. Því miður fyrir Austfirðinga á vorum dögum fór Woods ekki landleiðina um Austur- og Norðurland, eins og þeir leiðangursmenn sem nefndir verða hér á eftir, heldur fór hann með „Fox“ suður fyrir til Reykjavíkur og var síra Amljótur í þeim hópi. Ella hefði svo getað farið að teknar hefðu verið myndir af Hallormsstaðabænum og fleir- um, og jafnvel af síra Hjálmari Guðmunds- syni, sem brátt kemur hér heldur betur við sögu. Þegar ég fór að grúska í þessu „Fox“- máli í sumar, kom upp úr dúrnum, að ég hafði lesið um þetta skip en hafði bara ekki stálminnið hans Eiríks frá Dagverðargerði. En nú tók ég fram úr hillu bók sem ég las af áfergju um fermingaraldur. Hún heitir Norður um höfeftir Sigurgeir Einarsson og kom út í Reykjavík 1929. Þar er einn lengsti kaflinn um leiðangur Sir John Franklins til að fínna Norðvesturleiðina milli Atlantshafs og Kyrrahafs. Afdrif þessa leiðangurs urðu þau að allir 129 fórust eftir ósegjanlegar píningar og harðræði á eyju norður af meginlandi Kan- ada. Það var leiðangurinn á gufuskipinu „Fox“, undir stjórn sjóhetjunnar og mikil- mennisins MacClintocks, sem tókst að komast að því, hver urðu afdrif Sir Johns og manna hans. „Fox“ lagði af stað frá Skotlandi 1. júlí 1859: „... en MacClintock hélt heim 21. sept 1859 og hafði nú fengið vissu fyrir hinum sorglegu afdrifum Franklins og manna hans. En hann sagði þær fréttir að Franklin hefði fyrstur manna fundið Norð- vesturleiðina“, skrifar Sigurgeir Einarsson. Fyrir afrekið var MacClintock aðlaður, þar eð stjóm hans á leiðangrinum var þakkað að afdrif skipa John Franklins, „Erebus“ og „Terror“ , upplýstust. 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.