Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Blaðsíða 140

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1997, Blaðsíða 140
Múlaþing Ýmisleg ummæli Bjama: Um bónda í Fellum: „Þetta er helvítis grútarhani, tímir ekki einu sinni að sjá af skítnum úr sér, það get ég sagt þér.“ Um unglamb sem var veikt: „Það er skortur á efnavöntun að því.“ Um mann sem honum þótti hrokafullur: „Það er meira andskotans stærilætið. Hann ætti bara að spila ræl á rassgatið á sér. Eg held það væri langeinlægast fyrir hann.“ Um tvo ótilgreinda unga menn: „Þeir eru alltaf einhvem andskotann að hringla. Þetta era helvítis húðaletingjar, akast aldrei til neins. Eg held að það ætti að spyrða þá saman á bellunum og hengja upp á gatnamótum og vita hvort þeir lagast ekki þá.“ Svo hló hann og sagði: „Þetta eru nú bestu drengir.“ Um ungdóminn: „Það er ósköp að hugsa sér hvemig ungdómurinn er orðinn. En það er ekki til neins að tala um það. Það er ekkert hægt að ráða við það en það kemur nú alltaf mest niður á „móðuronum“. Bjami hlustaði oft á útvarp og sumt vakti áhuga hans. Þegar sunginn var Sjómannavalsinn: „Já, sjómennskan er ekkert grín“, sagði Bjami: „Já, það er satt, sjómennskan er ekkert líf.“ Þegar sagt var í fréttum að Elísabet Englandsdrottning hygðist koma við á Islandi á ferðalagi sínu varð hann spenntur og sagði: „Nú er hún á ferðinni núna“, og bætti við: „Ja, það er gaman fyrir hana að koma hingað.“ Stundum á kvöldin heyrðist hann tauta: „Það er líklega best að hlusta á blessaðan passíusálminn og fara svo að bóla sig.“ Áður en sími kom á bæi var Bjami eitt sinn að boða ball og kom í Fjallssel með það erindi. Ein heimasætan gall þá við: „Já, Bjami minn, þá skulum við þó aldeilis dansa rúmbu!“ „Já, þér væri svo sem trúandi til þess þama, Rúmbu-Jókan þín“, sagði karlinn og hló. Bjama þótti gott kafFi: „Eg skal mala fyrir þig“, bauð hann oft: „Blessaður svarti sopinn. Áttu dropaskel út í?“, spurði hann og meinti rjóma. Svo hellti hann kaffmu í undirskálina, tók hana upp með báðum höndum og sötraði hátt. Bjami hafði þann sið að tyggja tóbak og tautaði þá ýmislegt á meðan: „Það held ég og það held ég, fíólín og tríólín, til að mynda og tilmynda.“ Hann notaði lika neftóbak og setti þá stóran tóbakshaug á handarbakið, saug það allt upp í nefið, svo hvein í, og sagði stundum: „Það er best að sjúga tóbakið alveg upp í haus, það skerpir heilann.“ Af þessum sökum átti hann oft brýnt erindi burtu úr eldhúsinu. Hann gáði líka oft og ítarlega til veðurs, skimaði þá út um glugga og tautaði fyrir munni sér: „Það er auðséð hvað hann ætlar að gera núna.“ En þegar ekki sá út fyrir hríð fór sá gamli út í dyr, snýtti sér og spýtti og sagði þegar hann kom aftur: „Jaá, það er norðaustan.“ í annað skipti kom þetta: „Það var auðséð hvað hann ætlaði að gera, andskotans norðaustanþokan sem hann rak héma sunnan yfír.“ Eitt sinn kom kúasmalinn kýrlaus heim. Bjarni var kominn upp í rúm en heyrir á þetta, dregur þá sængina betur upp að höku og segir: „Þær em bak við einhvem klett í hvarfi við einhvem ás.“ 138
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.