Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 45
Salka Guðmundsdóttir
Nei, yðar náð, ég kann lítið í ensku
Um þýðingu Helga Hálfdanarsonar á Hinriki fimmta
Islensk þýðing Helga Hálfdanarsonar á Hinriki fimmta eftir William
Shakespeare kom út á bók árið 1982, í safninu Leikrit I sem inniheldur alls
fjögur af söguleikritum skáldsins. Verkið býr yfir ýmsum eðlisþáttum sem
gera það örðugt viðfangs fyrir þýðandann, og í ritgerð þessari hyggst ég
ræða helstu þýðingarvandamálin svo og lausnir Helga á þeim. Farið verður
yfír megineinkenni textans og ríkjandi myndmál hans. Frönsk tunga skipar
mikilvægan sess í Hinriki fimmta og hér verður tæpt á þeim vanda sem upp
kemur þegar við bætist þriðja málið, svo og þeim erfiðleikum er tengjast
leik skáldsins að málbrigðum Bretlandseyja. Einnig mun ég færa rök fyrir
því að hið þjóðernislega hlutverk frumtextans sé þýðandanum verulegur
Þrándur í Götu.
I Hinriki fimmta eru rakin viðskipti samnefnds konungs við Frakka
í hundrað ára stríðinu, en þungamiðjan og hinn dramatíski hápunktur
verksins er orrustan við Agincourt þar sem Englendingar fóru með sigur
af hólmi þrátt fyrir að vera bæði færri og verr vopnum búnir en franski
herinn. Kalla mætti leikritið sérlega enskt; áherslan er á leiðtogahæfileika
Hinriks og þann baráttuanda sem hann blæs mönnum sínum í brjóst.
Eins og vikið verður að síðar helgast túlkun skáldsins á atburðunum mjög
af hans eigin samtíma, og þjónar í raun hápólitísku hlutverki. Verkið er
ekki eitt af vinsælli verkum Shakespeares - til að mynda var það í fyrsta
sinn sett upp í National Theatre í London árið 20031 — og raunar erf-
itt að finna heimildir um markverðar uppfærslur utan Englands.2 Það á
sér þó töluverða sögu innan enska leikhúsheimsins og einnig má segja að
1 Lcstcr, „King Hcnry V“, 145.
2 Og hcr cr aðcins átt við England; vcrkið virðist afskiljanlcgum ástæðum lítið sctt upp í öðrum
hlutum Brctlands.
0%^ á dSayr-já- — af og frá, ég kann ekki nokkurt erlent tungumál 43