Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 51

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 51
Nei, yðar ndð, ég kann lítið í ensku I Hinríki fimmta sameinast þjóðir Bretlandseyja á vígvellinum og berjast gegn Frökkum, sameiginlega óvininum, þrátt fyrir að einnig sé íjallað um þá ógn sem enska konungsríkinu stafi af herskáum Skotum í norðri. Föð- urlandsást Flúvelíns á Englandi er sérlega áberandi og Hinriki, sem fædd- ist sjálfur í Wales, verður tíðrætt um hlýju sína í garð fæðingarstaðarins. I máli þremenninganna er ýmislegt sem frábrugðið er máli annarra persóna. Fluellen endurtekur orðin „look you“ hvað eftir annað og notar sögnina „is“ í stað fleirtölunnar „are“. Hinn írski Macmorris ber „is“ fram sem „ish“, beygir tilteknar sagnir öðruvísi en tíðkast hjá Englendingum og talar um „Chrish“ þegar hann minnist á Krist. Jamy hefur áberandi skosk- an framburð (síns tíma) á ákveðnum orðum, til að mynda „sall“ (,,shall“), „gud“ (,,good“) og „de“ (,,do“). Þetta er sannarlega ekki auðvelt að þýða yfir á íslensku, enda skírskotunin töpuð um leið og texti verksins er ekki lengur fluttur á ensku. Ekki er hægt að finna sambærileg málbrigði; bæði eru í íslensku ekki margar afgerandi mállýskur og einnig er ómögulegt að vekja sömu hugrenningatengsl - þar þyrfti að koma til þjóðfélagshópur sem samsvaraði nákvæmlega þeim þjóðfélagshópi sem vísað er til í frum- textanum, og því er ekki til að dreifa. Helgi fer þá leið að gefa öllum þremur einkennandi framburð. Flúvelín er afskaplega harðmæltur en erf- itt er raunar að átta sig á því hvaðan sá framburður kemur og hvernig nákvæmlega skuli fara með texta hans: FLÚVELÍN Jú; í Trottins nafni, talið lægra; það er sú mesta furþa í alheimi, þegar réttum og fornum stríðsreklum og lögum er ekki hlýtt; ef þér para viltuþ hafa fyrir því að kanna styrjaltir Pompejusar mikla, þá skal ég ápyrkjast þér sæjuþ að það var ekkert skvaltur-skraf eþa kjafta-kliþur í herpúþum Pompejusarj.j' Jámi er aftur á móti gerður flámæltur og Makmóris gormæltur. Hér eru því samankomnir þrír herforingjar með málgalla og skoplegan framburð. Vissulega eru þremenningarnir hluti af hinu skoplega mótvægi verksins sem er áberandi í atriðum þar sem fram kemur fólk af lægri stigum þjóð- félagsins en Hinrik og nánustu samverkamenn hans. Hins vegar færast þeir aldrei alla leið yfir í hreinan farsa og Flúvelín, sem er lykilpersóna í verkinu, færist raunar um tíma inn á svið harmleiksins í fjórða þætti er hann ræðir um morð Frakka á drengjunum ungu sem fylgja enska hernum. Samband Flúvelíns og Hinriks er nokkuð náið og skiptir þar af leiðandi máli að í i Shakespeare, Hinrikfimmti, IV.i, 66. — AF OG FRA, EG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMAL 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.