Jón á Bægisá - 01.10.2009, Síða 51
Nei, yðar ndð, ég kann lítið í ensku
I Hinríki fimmta sameinast þjóðir Bretlandseyja á vígvellinum og berjast
gegn Frökkum, sameiginlega óvininum, þrátt fyrir að einnig sé íjallað um
þá ógn sem enska konungsríkinu stafi af herskáum Skotum í norðri. Föð-
urlandsást Flúvelíns á Englandi er sérlega áberandi og Hinriki, sem fædd-
ist sjálfur í Wales, verður tíðrætt um hlýju sína í garð fæðingarstaðarins.
I máli þremenninganna er ýmislegt sem frábrugðið er máli annarra
persóna. Fluellen endurtekur orðin „look you“ hvað eftir annað og notar
sögnina „is“ í stað fleirtölunnar „are“. Hinn írski Macmorris ber „is“ fram
sem „ish“, beygir tilteknar sagnir öðruvísi en tíðkast hjá Englendingum og
talar um „Chrish“ þegar hann minnist á Krist. Jamy hefur áberandi skosk-
an framburð (síns tíma) á ákveðnum orðum, til að mynda „sall“ (,,shall“),
„gud“ (,,good“) og „de“ (,,do“). Þetta er sannarlega ekki auðvelt að þýða
yfir á íslensku, enda skírskotunin töpuð um leið og texti verksins er ekki
lengur fluttur á ensku. Ekki er hægt að finna sambærileg málbrigði; bæði
eru í íslensku ekki margar afgerandi mállýskur og einnig er ómögulegt að
vekja sömu hugrenningatengsl - þar þyrfti að koma til þjóðfélagshópur
sem samsvaraði nákvæmlega þeim þjóðfélagshópi sem vísað er til í frum-
textanum, og því er ekki til að dreifa. Helgi fer þá leið að gefa öllum
þremur einkennandi framburð. Flúvelín er afskaplega harðmæltur en erf-
itt er raunar að átta sig á því hvaðan sá framburður kemur og hvernig
nákvæmlega skuli fara með texta hans:
FLÚVELÍN Jú; í Trottins nafni, talið lægra; það er sú mesta furþa í
alheimi, þegar réttum og fornum stríðsreklum og lögum er ekki hlýtt; ef
þér para viltuþ hafa fyrir því að kanna styrjaltir Pompejusar mikla, þá skal
ég ápyrkjast þér sæjuþ að það var ekkert skvaltur-skraf eþa kjafta-kliþur í
herpúþum Pompejusarj.j'
Jámi er aftur á móti gerður flámæltur og Makmóris gormæltur. Hér eru
því samankomnir þrír herforingjar með málgalla og skoplegan framburð.
Vissulega eru þremenningarnir hluti af hinu skoplega mótvægi verksins
sem er áberandi í atriðum þar sem fram kemur fólk af lægri stigum þjóð-
félagsins en Hinrik og nánustu samverkamenn hans. Hins vegar færast þeir
aldrei alla leið yfir í hreinan farsa og Flúvelín, sem er lykilpersóna í verkinu,
færist raunar um tíma inn á svið harmleiksins í fjórða þætti er hann ræðir
um morð Frakka á drengjunum ungu sem fylgja enska hernum. Samband
Flúvelíns og Hinriks er nokkuð náið og skiptir þar af leiðandi máli að í
i Shakespeare, Hinrikfimmti, IV.i, 66.
— AF OG FRA, EG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMAL 49