Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 59
Hversu kdtar eru Vindsórkonur?
væntanlegra áhorfenda (McLeish 1996:155). Mcleish bætir því svo við af
fenginni reynslu að langflestir leikstjórar og leikarar sem vinna með gam-
anleiki treysti á nærveru og framlag þýðandans á æfingum, bæði til að
aðstoða við að mjólka út úr textanum alla þá fyndni sem hann hugsanlega
býr yfir, en eins til að færa textann í réttar skorður, ef leikararnir hafa
fjarlægst um of það sem hugsanlega var ætlun höfundar, ef einhver var
(McLeish 1996:155). McLeish líkir vinnunni við æfingar á alvarlegu verki
við æfingar á fullskrifaðri sinfóníu á meðan æfingar á gamanleik líkjast því
helst að spila djass.
Hér er enn og aftur staðfest sú skoðun, sem margir leikritaþýðendur í
samtímanum aðhyllast, að alltaf sé best að þýða leikrit í tengslum við upp-
setningu þess og eins hversu mikilvæg nærvera þýðandans er á æfingum
í leikhúsinu. Þýðandinn er í raun staðgengill höfundar, sé höfundurinn
ekki lengur á meðal vor.
V Þýðingarvandinn í Vindsórkonunum
Þrátt fyrir aðgengileika Vindsórkvennanna í samtímanum, þá hlýtur hver sá
sem tekur að sér að þýða verkið á íslensku að lenda í ýmsum gildrum, áður
en tekst að gera leikritið sýningarhæft íyrir nútímaáhorfendur. Það er ekki
hlaupið að því að finna lausnir sem hæfa tuttugustu og fyrstu öldinni þegar
þýða á 400 ára gamlan gamanleik um ástir og afbrýði. Eitt af því fyrsta
sem við rekumst á í þýðingu Helga Hálfdanarsonar er listinn yfir persónur
verksins, en hann kýs að nálgast gamansama merkingu nafna þeirra með því
að þýða þau yfir á íslensku, sem út af fyrir sig er ágætis tilraun. Helgi hefur
sjálfur skrifað um þennan vanda við þýðingar á verkum Shakespeares, en
hann telur að nöfn manna og staða geti valdið þýðanda verka hans veruleg-
um erfiðleikum, þótt fjöldi enskra staðanafna eigi sér rótgrónar myndir í ís-
lensku máli allt frá fornu fari. Þegar kemur að mannanöfnum segir hann að
fáum Islendingum dytti í hug, að konungarnir Edward, Henry og Richard
gætu heitið annað en Játvarður, Hinrik og Ríkharður í íslenskum texta. Um
íslenskun nafna m.a. úr Vindsórkonunum segir hann eftirfarandi:
Onnur nöfn og viðurnefni hafa hlotið sömu örlög og staðarnöfnin
og breytzt annaðhvort í þýðingarnöfn eða tökunöfn. Þannig urðu til
nöfn eins og Slápur, sem er e.k. þýðing á Slender, og Númi, sem er
hljóðlíkingarnafn fyri Nym. Garpurinn /Uío/hlaut nafnið Hólkur, sem er
e.k. niðrandi karlkyns gæluorð, algengt fyrir„byssa“ (kvenkyns).1
1 Sjá Helgi Hálfdanarson: „Shakespeare á Islandi11 í Skírni 1984. S. 246-255. Hér s. 253.
á- .S&œy/'-já — af og frá, ég kann ekki nokkurt erlent tungumál 57