Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 67
Shakespeare og þýðingar
menningararfleifð Evrópu. Einnig jukust ferðalög milli landa til muna og
þar með þekking á öðrum tungumálum álfunnar.
Viðhorf til þýðinga á Englandi á 16. öld var yfirleitt jákvætt, sérstaklega
þegar um var að ræða þýðingar klassískra verka frá Grikkjum og Rómverj-
um og eru margar þeirra enn dáðar fyrir sköpunarkraft og orðkynngi.1
En töluvert bar á efasemdum gagnvart þýðingum á samtímabókmenntum
sem þó voru mjög vinsælar. Sérstaklega töldu margir menntamenn að létt-
meti þýtt úr frönsku og ítölsku myndi spilla ungmennum. Vel þekkt er
gagnrýni Rogers Aschams á:
fonde bookes, of late translated out of Italian into English, sold in every
shop in London, commended by honest titles the soner to corrupt honest
maners: dedicated over boldlie to vertuous and honorable personages,
the easielier to begile simple and innocent wittes [...].■2
Flestar þessar þýðingar hafa fallið í gleymsku en það er kannski gráglettni
örlaganna að einmitt þær skyldu verða uppspretta margra mestu bók-
menntaverka Englendinga eins og síðar verður komið að.
Þýðendur ensku endurreisnarinnar túlkuðu gagnrýni Ciceros og Hór-
asar á orð-fyrir-orð þýðingar þannig að þeir fóru yfirleitt mjög frjálslega
með textann sem þeir voru að þýða.' Viðhorf þeirra var að verkefni þeirra
væri að gera frumtextann að enskurn texta — þeir væru að flytja andleg
verðmæti heimsins til Englands rétt eins og kaupmenn vörur.
Þegar skoða á þessi þýddu verk sem fyrirmyndir verka Shakespeares er
nauðsynlegt að hafa í huga að í því felst enginn áfellisdómur.1 Viðhorf
sextándu aldar til frumleika var alls ólíkt því sem seinna varð. I mennta-
1 Gott yfirlit yfir helstu þýðendur með dæmum má finna í Daniel Weissbort og Astradur
Eysteinsson, Translation - Theory andPractice (Oxford: Oxford University Press, 2006).
2 Roger Ascham, ‘The Scholemaster’, Renascence Editions <http://darkwing.uoregon.edu/
-rbear/aschami.htm#i>, sótt 15.03 2008. Ég hef leiðrétt u-v þar sem við á, bæði hér og í
öðrum textum til að auka læsileika.
3 „Nec verbum verbo curabis reddere fidus, Interpres “ úr Quintus Horatius Flaccus, ‘De
Art Poetica Liber’, í C. Smart (ritstj.), The Works ofHorace (Philadelphia, 1836). Línur 132-
33; „In quibus non verbum pro verbo necesse habui reddere, sed genus omne verborum
vimque servavi” úr Cicero, ‘de Optimo Genere Oratorum’, (The Latin Library).V.i5. Orð
þeirra voru tekin úr samhengi og látin gilda sem almennar leiðbeiningar þó að þau hafi ekki
verið ætluð sem slík.
4 Ég nota orðið fyrirmyndir frekar en heimildir eða frumtextar til að vísa til þess efnis
sem hann nýtti sér þar sem heimildahugtakið ber með sér einhvers konar sannleiksgildi og
frumtexti er merkingarlaust í þessu samhengi. Einnig væri hægt að nota hugtökin hypertext
og hypotext frá Genette en það kallar á útskýringar sem ekki er rými fyrir hér.
úf — AF OG FRA, EG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMAL 65