Jón á Bægisá - 01.10.2009, Síða 69

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Síða 69
Shakespeare og þýSingar Shakespeare fær ekki einungis söguþræði úr fyrirmyndum sínum held- ur á sögusviðið gjarnan einnig uppruna sinn þar. Flest leikrit Shakespeares sem ekki fjalla beinlínis um enska sögu gerast erlendis og það sama má segja um fyrirmyndir hans. A endurreisnartímanum voru til rit sem lýstu öðrum löndum og þjóðum af töluverðri nákvæmni en Shakespeare virðist ekkert sérlega upptekinn af því að hafa landfræðilegar upplýsingar réttar (frekar en aðrir höfundar samtíma hans) nema það þjóni sögunni. Þannig má sjá að í Vetrarœvintýri liggur Bæheimur að sjó rétt eins og í fyrirmynd hans Pandosto. Hin erlendu sögusvið eru yfirleitt frekar óljós nema að því leyti að oft eru dregnar upp andstæður s.s. borgin og skógurinn í Draumi á Jónsmessimótt eða Kýpur og Feneyjar í Óþelló en fjallað verður frekar um notkun Shakespeares á andstæðum hér að neðan.1 Shakespeare sótti í mismunandi fyrirmyndir eftir því hvers konar verk hann var að skrifa. Enskar heimildir hans voru fyrst og fremst Krónika Holmsheds sem er helsta heimild hans fyrir verkin sem byggja á breskri sögu, konungaverkin og Macbeth. Hann nýtti sér enska prósarómana sem grunn fyrir gamanleikina Sem yður þóknast (Rosalynde eftir Thomas Lodge), Þrettándakvöld (Apolonius and Silla eftir Barnaby Rich) og Vetr- amvintýri (Pandosto eftir Green) og bæði Tróílus og Kressíta og Two Noble Kinsmen2 (leikrit sem talið er að sé samstarfsverkefni hans og John Fletc- her) sækja í smiðju Chaucers. Þó má segja að meirihluti verka hans (ef frá eru taldir söguleikirnir) sé byggður að meira eða minna leyti á þýddum verkum.3 Það er hins vegar mismunandi hvernig tengslum verka Shakespeares við þýðingar er háttað. Shakespeare endurskrifaði t.d. nokkur ensk leikrit sem byggðu uppruna- lega á þýðingum og hafa sum þessara eldri leikverka varðveist en önnur ekki (þó að vitað sé að þau hafi verið til) og því eru kenningar um það nákvæmlega hver tengsl þeirra við verk Shakespeares séu aðeins getgátur byggðar á líkum. Dæmi um þýtt leikrit sem hefur varðveist er prósaleikrit Georges Gascoignes Supposes frá 1566, sem er lausleg prósaþýðing á ítalska leikritinu I Suppositi eftir Ariosto frá 1509, en sá hluti söguþráðarins sem 1 Sjá umfjöllun um landafræði Shakespeares og tengsl við efni leikritanna í t.d. Fran^ois Laroque, ‘Shakespeare’s Imaginary Geography’, í Andrew Hadfield and Paul Hammond (ritstj.), Shakespeare and Renaissance Europe (Arden Critical Companions; London: Thompson Learning, 2005), bls. 193-219. 2 Hefur ekki verið þýtt á íslensku að því ég kemst næst. 3 Hér verður ekki rætt um eða tekin afstaða til tungumálaþekkingar Shakespeares. Þó svo að í einstaka tilfellum hafi ekki fundist enskar þýðingar á því efni sem hann nýtti sér þá er lítið hægt að fullyrða út frá því. Hann kunni latínu, á því leikur enginn vafi, en hver svo sem þekking hans á ítölsku og frönsku hefur verið þá notaði hann a.m.k. þýðingar ef þær voru til staðar. ÚÞ .AF OG FRA, EG KANN EKKI NOKKURT ERLENT TUNGUMAL 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.