Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 96
Ólafur Bjartti Halldórsson
né uppsetningu leikritsins og undirstrikar það háðið í fyrri yfirlýsingu eins
þeirra, að þar séu samankomið úrval manna úr gjörvallri Aþenu sem metn-
ir eru hæfir til að leika í verkinu. Bokki álfur liggur á hleri og fylgist með
verkinu. Spóli vefari leikur Pýramus. Hér hefst æfingin undir stjórn Kvists
timbrara:
Quince: Speak, Pyramus. Thisby, stand forth
Pyramus (Bottom): Thisby, the flowers of odious
savours sweet.
Ouince: Odours, odours.
Pyramus (Bottom): “odours savours sweet:
So hath thy breath, my dearest Thisby dear.
But hark, a voice! stay thou but here a while,
And by and by I will to thee appear
Kvistur: Pýramus, tala þú! - og gakk fram, Þispa!
Pýramus (Spóli): Eins og blómum angi sætur
kjaftur,
Kvistur: Kraftur, kraftur!
Pýramus (Spóli): ... angi sæti kraftur,
þinn andi, fagra Þispa, er blær á vori.
Þei! Mannsrödd? Bíddu, bráðum kem ég aftur;
ég birtist þér á ný að vörmu spori.
Hér er leikið sér á skemmilegan hátt að mismæli eða hökti á orðum. Spóli
ruglar saman orðunum „odour'> angan, ilmur, lykt og „odious" > ógeðs-
legur. Merkingunni um ilman blómanna er þannig snúið gjörsamlega á
haus með mismælunum. Hins vegar er nánast ógerlegt að ná fram sömu
áhrifum á íslensku með því að nota þessi orð. Þess vegna grípur þýðandi til
staðgengla (e. replacemeni) og setur inn orðin kjafiur og krafturxA að undir-
strika kúnstuga túlkun Spóla vefara á Pýramusi. Þýðandinn bætir síðan inn
í frumtextann að andi Þispu sé „blær að vori“ til að ná fram rími við það
sem á eftir kemur. Ekki fer illa á því.
IV. þáttur
Eftir að hrekkur Bokka álfs að setja töfravökva í augu Títaníu álfadrottn-
ingar, sem leiddi til þess að hún lét indverska drenginn af hendi við mann
sinn, en varð jafnframt ástfangin af Spóla vefara sem Bokki hafði prýtt með
asnahöfði, hafði borið tilætlaðan árangur, þá leysir hann drottningu undan
áhrifum vökvans með eftirfarandi orðum:
Be as thou wast wont to be;
See as thou wast want to see
Dian's bud o'er Cupid's flower
Hath such force and blessed power.
Vertu sem þú varst á ný!
Víki þér af augum ský
Artemísar ástar blóm
á þann kraft og leyndardóm
Þetta litla ljóðbrot er skemmtilegt fyrir hvað fá orð segja mikið. Fyrst forna
germanskan í enskunni „thou wast wont>þú varst vanur.“ Ennþá notar
94
d Jffiœy/'iá - Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009