Skagfirðingabók - 01.01.2011, Blaðsíða 10

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Blaðsíða 10
10 SKAGFIRÐINGABÓK af fjölskyldu sinni og ættmennum. Henni er svo lýst í Skagfirskum ævi- skrám að hún hefði óvenju glaða og létta lund, væri mjög vinnusöm og féll henni aldrei verk úr hendi. Stef- anía var í hærra lagi á vöxt, grannvax- in og bein í baki, föl yfirlitum en mest a fríðleikskona. Andrés víkur fagurlega að móður sinni, án þess að nafngreina hana, í ára mótahugleiðingu 1977. Hann grein - ir frá fyrstu æviárum hennar með föður sínum sem „lét eitt yfir bæði ganga meðan hann lifði. Dóttur sína skildi hann aldrei við sig … Bernsku- árin fékk hún að njóta ástar hans og að hlynningar, öryggis og fræðslu sem hverju barni er nauðsynlegt. Þessi kona náði háum aldri, en þótt hennar biðu í lífinu mörg harðræði, lifði ást hennar til föður síns alltaf fölskvalaus. Hann gaf henni það veganesti sem ent ist til æviloka, og þótt hann dæi ungur og umkomulítill var honum ekki gleymt.“ Enn segir Andrés um móður sína: Hún öðlaðist þrátt fyrir óblíðar að- stæður langt og gifturíkt líf, átti marga afkomendur og ennþá fleiri skjólstæðinga. Líf hennar var óbrotið og siðareglur fáar, raunar aðeins ein: Verið góð við þá sem hafa lítinn mátt. Það er stór synd að neyta aflsmunar. Hvar þú hittir fátækan á förnum vegi, gjör honum gott, en græt hann eigi, Guð mun launa á efsta degi. Samkvæmt þessari reglu lifði hún og kenndi öðrum. Hún vann hörðum höndum langa ævi, fátæk að veraldar- auði en samt svo rík að hún var sífellt veitandi. Aldrei komst hún í hrepps- nefnd hvað þá meir en hún lifði það að verða áhrifamikil kona og í reynd komst hún til mikilla valda. Afkom- endur, ættingjar og fjölmargir vanda- lausir dáðu hana, sóttu ráð til hennar og fóru í öllu að óskum hennar. Samt var hún aldrei í neinum stjórnmála- flokki. Hún var hamingjusöm og fullsátt við guð og menn. (Töluð orð, 127–128) Þegar búskap Björns og Stefaníu í Brekku lauk 1909, höfðu þeim fæðst dæturnar sex. Síðan bjuggu þau á Reykjarhóli hjá Víðimýri í sex ár, 1909–1915 og því næst í Krossanesi í Vallhólmi 1915–1919, þar sem Andr- és var í heiminn borinn. En árið 1919 lauk búskap þeirra hjóna. Björn hafði lengi verið þjáður af brjóstveiki (astm a) og þoldi illa umgengni við Stefanía Ólafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.