Skagfirðingabók - 01.01.2011, Síða 48

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Síða 48
48 SKAGFIRÐINGABÓK stund, þær eru sígildar hugleiðingar og mannlífsmyndir úr smiðju viturs manns. Áramótin eru hávaðasamur tími í þjóðfélaginu, voru það þegar Andrés flutti ræður sínar og hafa orðið enn frekar síðar. Það var því auðvitað svo að ræður hans, sem krefjast athygli og næðis, fóru fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum. Sumum fannst slíkar hugleiðingar eiga betur heima á öðrum tíma. Einnig heyrðust þær raddir að það væri ekki í verkahring út- varpsstjóra að flytja svona ræður, „leik a landsföður“ á áramótum, eins og tekið var til orða. Það er raunar einkennilegt að halda því fram að það sé einkaréttur manna sem ákveðnum stöðum gegna að flytja þjóðinni boðskap sinn og hugleiðingar um hvert stefni í samfélaginu. Svo er auð- vitað ekki, mestu skiptir að menn hafi vald á þessu tjáningarformi. Það er mála sannast að ræður flestra lands- feðra og -mæðra á síðustu tímum standa ræðum Andrésar langt að baki. Áramótaræður Kristjáns Eldjárns forseta Íslands koma hér einar til samjöfnuðar, en þær eru aðgengilegar á prenti í bókinni Hjá fólkinu í landinu, 1986. Margir kunnu vel að meta áramóta- hugleiðingar Andrésar Björnssonar og fögnuðu því þegar hann tók þær sam- an í bók. Um hana skrifuðu fjórir vel dómbærir og orðsnjallir menn og bar mat þeirra að sama brunni. Hér verða tilfærðar nokkrar línur úr umsögnum þeirra. – Þórarinn Þórarinsson ritar: „Það er mikill fengur að áramótaræður Andrésar Björnssonar eru komnar út á prenti… Ég vissi að þær voru góðar, fullar af margvíslegum fróðleik og lífs speki, en ég hafði þó ekki gert mér það ljóst að þær væru eins frábærar og kom í ljós við lesturinn. Áramóta- hugleiðingar Andrésar sóma sér við hlið bestu rita sem til eru á íslensku. Slíkum snillingshöndum fer hann um „móðurmálið mitt góða, hið mjúka og ríka.“ Fyrir þá sem vilja gerast góðir ræðumenn eru áramótaræður Andrésar hinn besti skóli. Þar er hvergi að finna málalengingar né ofhlaðið orðalag. Dregið er saman fjölbreytt efni, fróðlegt og skemmtilegt. Jafnan kem- ur svo í ljós öðru hvoru sterkur undir- straumur, sem verður þó aldrei of áleitinn.“ (NT 14. desember 1985). Sigurjón Björnsson ritar: „Ræður Andrésar eru ekki einhæfar, og endur- tekningasamur er hann ekki. Engu að síður eru þær allar bornar uppi af einni meginhugsun, þróttmiklu stefi sem hverfur ekki frá lesanda fyrr en kveðjuorðin hafa verið sögð. Það er umhyggja höfundar fyrir manninum, gildi hans og velferð. Andrés er sannur mannhyggjumaður. … Það er sem Andrés Björnsson líti á mannlífið úr nokkrum fjarska, spurulum augum og af nokkrum kvíða. Hann ann mannlífi án þess að láta blekkjast af ásýnd þess. Hann horfir á víxlspor mannskepnunn- ar án þess að hneykslast. Hann kann vel að meta hagræði tæknilegra fram- fara, en varar við að menn ánetjist þeim. Hann horfir til æðri mæta, þess sem varanlegra er. Sjálft manngildið er honum ofar í huga. Hann er ekki bjartsýnn á framtíð mannkyns, en ekki heldur bölsýnn. Það er sem sú spurn- ing sé honum ávallt efst í huga, ósögð að vísu: Hvert er ferðinni heitið? ... Ræða hans er aldrei hástemmd eða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.