Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 17

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 17
17 ANDRÉS BJÖRNSSON ÚTVARPSSTJÓRI félagar í heimavistinni, sem þá var enn í gamla skólanum, raunar við þriðja mann í herbergi sem nú myndi líklega vera talið þröngt fyrir tvo. … Þennan vetur mátti heita að við Andr és værum samvistum allan sólar- hringinn. Við sóttum sömu kennslu- stundir, snæddum saman í mötuneyti heimavistarinnar, lásum ýmist saman eða hvor í sínu lagi í sama herbergi þar sem við áttum líka náttstað, hvor á sínum rúmbálki, og við skemmtum okkur saman. Svo náin samskipti æskumanna verða oft til að hnýta órjúfandi vináttubönd. Jón Þórarinsson segir ennfremur um þennan skólafélaga sinn: Andrés var mjög vinsæll meðal skóla- systkina sinna og annarra sem þekktu hann best, hæglátur hversdagslega og hafði sig ekki mjög í frammi, en var skemmtilegur í umgengni, kom stund um á óvart með skrýtnar hug- myndir og uppátæki, og bar hlýjan persónuleika þótt hlédrægur væri að jafnaði. Enginn kunni betur að gleðj- ast á góðri stund. (Mbl. 8. janúar 1999) Sjálfur sagði Andrés frá skólaárunum í Helgarpóstsviðtalinu og bregður upp mynd af því hvernig nemendur skemmt u sér: „Ég man til dæmis eftir því að við útveguðum okkur kassabíl og ókum út um allan Eyjafjörð og Þingeyjarsýslu með söng og gleðskap. Það voru ekki gerðar kröfur um góð sæti og mikið nesti. Aðalatriðið var að vera ungur og vera saman. Það gaf nægilega lífsfyllingu.“ – Andrés víkur aftur að söngnum og segir að MA- kvartettinn hafi orðið til í herberginu hans. „Hælisbræður voru með mér á herbergi og Jakob Hafstein og Jón frá Ljárskógum voru ekki langt undan. Þeir sungu oft saman fram eftir nótt- um. Ég man vel eftir því þegar þeir sungu á fyrstu samkomunni. Hún var haldin til að safna fé í skíðaskála, sem tókst með mikilli vinnu nemenda, en Steinþór Sigurðsson [þá kennari við skólann] sem seinna fórst í Heklugos- inu 1947 var potturinn og pannan í öllu saman.“ (Helgarpósturinn 9. jan úar 1981) Skólanámið sóttist Andrési vel og lauk hann gagnfræðaprófi vorið 1934 með fyrstu einkunn. Var nú stefnan tekin á stúdentspróf. Áhugamál hans lágu á sviði tungumála og húmanískra greina og lá því í augum uppi að hann færi í máladeild, sem raunar var eina deildin í Menntaskólanum til 1935 er stærðfræðideild var stofnuð. Fyrstur manna hafði þó Snorri Hallgrímsson, síðar prófessor í læknisfræði, lokið stúdentsprófi stærðfræðideildar utan- skóla á Akureyri 1932. Sem fyrr sagði kenndi Sigurður skólameistari íslensku og hefur það nám vafalaust nýst Andrési vel eins og öðrum nemendum Sigurðar. Helstu tungumálakennarar voru Vernharður Þorsteinsson sem kenndi dönsku, Kristinn Guðmundsson kenndi þýsku og Sigurður L. Pálsson ensku. Sá síðastnefndi var þá fyrir skömmu byrj- aður kennslu og rómaður enskukenn- ari. Ég hygg þó að Andrés hafi metið mest kennara sinna Þórarin Björnsson sem kom til starfa í skólanum á fyrri námsárum hans. Þórarinn kenndi latínu og frönsku og varð seinna eftir- maður Sigurðar Guðmundssonar sem skólameistari. Um hann ritaði Andrés eftirmæli og sagði þar:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.