Skagfirðingabók - 01.01.2011, Blaðsíða 173
SIGTRYGGUR JÓN BJÖRNSSON FRÁ FRAMNESI
Um aldir notuðu Íslendingar sömu
verkfærin við bústörf, ræktun og
vega gerð. Er þar helst að nefna pálinn,
vögurnar til flutninga, orfið og hríf
una við heyskapinn og torfljáinn, þeg
ar rist var torf á heyin og gert við hús.
Klyfberinn, reiðingurinn og aktygin
voru svo nauðsynlegir hlutir, þegar
hestar voru notaðir undir bagga eða til
dráttar. Á 19. öld komu fram ýmsar
nýjungar, svo sem undirristu spaðinn
sem notaður var við að slétta tún.
Ekki er vitað hvenær plógur var
fyrst notaður hér á landi en jósku
bænd urnir, sem sendir voru til Íslands
árið 1752, höfðu með sér plóga og
fleiri jarðvinnslutæki. Magnús Ketils
son sýslumaður Dalamanna, átti plóg
og Landbúnaðarfélagið danska og
stjórnin sendu marga plóga til Íslands
á árunum 1770–1780, sem útbýtt var
ókeypis til að hvetja menn til jarðrækt
arstarfa. Á nítjándu öld var haldið
áfram að flytja inn plóga og kynna
tækni þessa fyrir bændum. Þeim
mönn um fjölgaði sem lærðu að plægj a,
og er talið að árið 1910 hafi verið
a.m.k. þrír til fimm menn í hverri
sýslu landsins, sem kunnu vel til verka
á þessu sviði, enda höfðu þá verið
hald in mörg plægingarnámskeið.
Búnaðarskólinn í Ólafsdal tók til
starfa 1880 og lagði mikla áherslu á
jarðrækt og handmennt. Þar voru
smíð aðir 115 plógar á árunum frá
1890 og fram yfir aldamótin og nokk
uð af herfum, moldskúffum og ýms
um handverkfærum. Búfræðingarnir
fluttu síðan þessi verkfæri og verk
kunnáttu heim í sínar sveitir, sem nutu
góðs af. Ýmis önnur verkfæri komu til
sögunnar, á þessum árum, eins og
hesta kerran og þúfnaskerinn. [1]
Þúfnabanar og dráttarvélar fara að
flytjast til landsins á fyrri hluta tutt
ugustu aldar og taka þá við af hestun
um að draga plóginn og herfið. Belta
vélar komu til sögu á fyrstu áratugum
tuttugustu aldar. Þær voru notaðar
sem stríðstæki í fyrri heimsstyrjöld
inni 1914–1918. Í bókinni, Ísland og
heimsstyrjöldin fyrri, eftir Gunnar M.
Magnúss, er sagt frá Gunnari Rich
ardssyni, íslenskum hermanni í liði
Kanadamanna. Í bréfi, sem hann skrif
ar frá vígvellinum, segir hann svo frá
nýjustu vígvél Englendinga, sem þar
sé skammt frá:
HÓLAÝTAN
____________
173