Skagfirðingabók - 01.01.2011, Blaðsíða 102
SKAGFIRÐINGABÓK
þjónuðu sér sjálfar með það sama. Ég
spurði aldraða frænku mína sem fædd
er 1921 hvað hún vissi um þetta. Svar
hennar var:
Af eigin reynslu og heimilisháttum
hafði ég aldrei persónuleg kynni af
þessum sið, því á mínum uppvaxtar
árum voru engar konur í þessu hlut
verki. En auðheyrilega á tali fólks, var
ekki langt um liðið þá, frá því að
þess i kvöð fylgdi vinnumennsku á
heimil um og þótti sjálfsögð. Og
sögur af því sagðar, ljóslifandi,
hvernig þau samskipti hjúanna
geng u, bæði til góðra og varanlegra
kynna eins og hinna, sem miður voru
til sóma geðvondum og úrillum karl
mannasóðum til orðs og æðis. Sem
gátu haft það til að spark a í vesalings
stelpuna sem bisaði við að draga grút
drullugar böslurnar niður af þessum
útafliggjandi letingjum, sem skelltu
sér beint á bakið upp í rúm þegar þeir
komu inn. En aumingja vinnukonan
sem hafði átt alveg jafn langan vinnu
dag úti í vos búðinni, varð þá að bæta
á sig þessum erfiðisverkum að þvo
sokkaplögg og vosklæði, þurrka þau
og skila að morgn i hreinum og þurr
um og heil um til ígangs næsta dag.4
Þær voru semsagt kallaðar þjónustur
konurnar sem aðstoðuðu karlana við
að halda hversdagsfötunum í lagi.
Merkja má viðhorfsbreytingar gagn
vart búskaparaðferðum og heimilis
aðstöðu upp úr 18705 og frá 1880 til
aldamóta 1900 reis nútímasamfélagið
af grunni þess gamla.6 Spurning er
hvort þetta þjónustuhlutverk, sem var
einn af grunnþáttum heimilishalds í
gamla bændasamfélaginu og mjög
mikilvægt, hafi breyst eða horfið þá.
Ljóst er að útilokað er að gera öllu skil
sem þyrfti, en hér er stiklað á nokkr
um þáttum sem varpað geta ljósi á
hlutverk þjónustanna til að skilja bet
Sigríður Bessadóttir (1853–1938) var
niðursetningur á Borg í Vesturhópi. Hún
vann búinu hörðum höndum alla sína ævi
sem vinnukona. Hvort hún þjónaði öðru
heimilisfólki til sængur er óvíst, en hún var
af þeirri kynslóð sem breytti heimilisháttum
sínum og lagði þann sið niður.
Ljósm.: Bruno Schweizer.
Héraðsskjalasafn Skagfirðinga.
4 Guðríður B. Helgadóttir, f. 1921. Bréf dagsett 4. 10. 2009. Guðríður ólst upp að Núpsöxl á
Laxárdal fremri til 14 ára aldurs. Núpsöxl fór í eyði vorið 1935 þegar foreldrar Guðríðar fóru
byggðum með fjölskyldu sína norður í Gönguskörð.
5 Erla Hulda Halldórsdóttir, 1997, bls. 71, 73.
6 Guðmundur Hálfdanarson, 1993, bls. 9–56. Gísli Ágúst Gunnlaugsson, 1997, bls. 88.
102