Skagfirðingabók - 01.01.2011, Blaðsíða 171

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Blaðsíða 171
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI oft því þar var bæði skýlt og góð beit. Ég fer þangað en engar kýr eru þar. Ég geng lengra upp með Gauksstaðaánni en finn þær ekki. Þegar ég fer að skyggn ast um hefur þokan aukist til muna svo ég ætla að snúa heim og hleyp af stað en finn ekki bæinn hvernig sem ég hleyp. Ég held samt áfram og finn að ég er orðinn ramm­ villtur. Verð ég ofsa hræddur og hleyp eins og fætur toga. Á vegi mínum verður talsvert af lækjarsprænum og sýnist mér þær allar renna upp í móti. Ég ýmist geng eða hleyp og er orðinn mjög þreyttur, sest niður alveg örvingl aður og það sækja á huga minn alls konar hugsanir. Ég bjóst við að ég yrði þarna úti, fengi aldrei að sjá for­ eldr a mína eða systkini og fékk mikinn ekka yfir þessu öllu saman. Í þessu hugarangri mínu sofna ég og hef ég sjálfsagt sofið í tvo til þrjá tíma. Þegar ég vakna hefur þokunni létt. Ég er þá staddur á fjalli, sem heitir Bjarnarfell, fyrir ofan Gauksstaði, og sé niður á bæinn. Ég verð mjög glaður, hleyp sem fætur toga niður af fjallinu og heim á bæinn. Fólkið var mjög fegið að sjá mig því búið var að gera ráðstaf­ anir til að leita að mér. Ég var háttaður ofan í rúm og gefið heitt grasate. En kýrnar höfðu komið sjálfar heim stutt u eftir að ég var sendur eftir þeim. Ég var tvö sumur á Gauksstöðum. Þar var nægur matur en að mig minn­ ir mjög einfaldur. Hjónin þar áttu tvo syni, Eið og Jón. Jón var ári eldri en ég en Eiður um fjórum árum eldri. Þetta voru prýðisgóðir drengir og góðir við mig. Aftur á móti var mér núið því um nasir að ég væri bæði latur og hyskinn og nánast allt sem mér var falið að gera var sagt að væri illa gert og svo svikist ég um. Þetta lagðist mjög illa í mig og trúði ég því að ég væri til einskis nýtur. Á Syðstu­Grund Að tveimur árum liðnum var ákveðið að ég færi til sumardvalar að Syðstu­ Grund í Blönduhlíð, til Hjartar Jónas­ sonar og Jónínu Guðmundsdóttur. Ég var mjög tregur að fara þangað því ég bjóst við að sami söngurinn yrði þar, að ég væri bæði latur og hyskinn. En þar kvað við allt annan tón. Mér var hælt á hvert reipi, að ég væri svo góður, duglegur og sporléttur. Mikið var ég glaður og ánægður að fá slíkan vitnisburð og lagði mig náttúrlega all an fram um að gera sem allra best. Það sýndi sig þarna hvað það er mikils virði að koma vel fram við börn. Ég á mjög góðar minningar frá dvöl minni að Syðstu­Grund. Ég vann mikið við heyskap. Smíðað var fyrir mig orf sem hæfði dreng á mínum aldri en ég hafði mjög gaman af að slá. Fékk ég á enginu sérstaka skák sem ég sló sjálf­ ur, sá um að snúa og þurrka heyið og koma því í sátur. Þetta var skemmti­ legur tími. Ég lét útbúa fyrir mig silunganet á Króknum, hafði það með mér í sveit­ ina, lagði í lögn í Héraðsvötnunum í landi Syðstu­Grundar og veiddi oft vel af silungi. Eitt sinn um sumarið stansaði rútubíll við bæinn. Það var ferðahópur á vegum Ferðafélags Ís­ lands. Fararstjóri hópsins var Hall­ grímur Jónasson, yfirkennari Kennara­ skóla Íslands og ferðafrömuður, en Hjörtur bóndi á Syðstu­Grund var bróðir hans. Ferðahópurinn settist niður á túnið og borðaði nestið sitt. 171
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.