Skagfirðingabók - 01.01.2011, Qupperneq 71
NÁBÝLIÐ VIÐ HÉRAÐSVÖTN
Árni Gíslason, Eyhildarholti
____________
„Þrjú nafnprúðustu glæsifjöll á
land inu standa þríhyrningsvörð um
svip tignasta hérað Norðurlands: Mæli
fellshnjúkur, Tindastóll og Glóða
feykir. Hvílík upplyfting í tung u taki
og himinskrauti. Á Ey lend inu norðan
Vallhólms í Skagafirði, í beinni línu
milli Tindastóls og Glóðafeykis, er
einhver sérstæðasta bújörð á Íslandi,
Eyhildarholt. Héraðsvötn lykja ekki
aðeins allar lendur hennar í úlfgráum
faðmi sínum, held ur rista hana líka í
þrjá feldi með torfærum álum. Fáir
bændur á landinu munu sem betur fer
hafa þurft að una slíkum vatnabúskap,
að verða að ösla, ríða eða fleyta sér
mill i túns og engja, húsa og haga
hvern dag vor, sumar og haust, yfir
væð eða óvæð vatnsföll eftir atvikum,
og helst sundríða foraðsvötn, ef þeir
vildu bregða sér til næsta bæj ar.“
Þannig tekur Andrés Kristjánsson
til orða, er hann lýsir sérstöðu jarðar
inn ar og erfiðleikum við hin margvís
Eyhildarholt er um margt einstök bújörð á Íslandi, syðsti bær í Hegranesi og á landamerki
móti 19 jörðum í þremur hreppum. Mun leitun á öðru eins. Land Eyhildarholts liggur mjög
lágt, á þremur eyjum í Héraðsvötnum: Heimaeyju, Borgareyju og Austureyju, öðru nafni
Engjaeyju. Stærð Eyhildarholts er um 915 hektarar, allt flatlendi og algróið. Í heimild frá
1388 var jörðin nefnd Ey. Fram yfir miðja 20. öld stóð bærinn á eyju, Heimaeyjunni, sem
fráskilin var meginlandi Hegranessins af einni kvísl Héraðsvatna er nefndist Sandur. Henni
var lokað með fyrirhleðslu árið 1955. Fram að þeim tíma var bærinn algerlega umflotinn
Héraðsvötnum og virðist af og til hafa verið í eyði á fyrri öldum sakir vatnagangs. Eyhildar
holt heyrði reyndar til Akrahreppi fram um miðja 18. öld en eftir það Rípurhreppi. Á engri
bújörð annarri á Íslandi hefur mátt búa við þá aðstöðu að þurfa yfir jökulfljót til að komast frá
bænum í fjárhúsin. Stóð svo allt fram til ársins 1972.
Á árunum 1923 –1964 bjuggu í Eyhildarholti Gísli Magnússon frá Frostastöðum og kona
hans Guðrún Sveinsdóttir, ættuð frá Skatastöðum. Þau bjuggu góðu og gagnsömu búi í Ey
hild arholti og var sauðfjárkyn þeirra og fjárrækt sérstaklega rómuð. Þau eignuðust 13 börn og
komust 11 þeirra til aldurs, níu synir og tvær dætur. Frá árinu 1964 fram um aldamót bjuggu
þrír synir þeirra í Eyhildarholti, Árni, Bjarni og Kolbeinn.
Í eftirfarandi ritgerð hefur einn bræðranna, Árni Gíslason bóndi í Eyhildarholti, skráð
athygl is verðar minningar frá þessu sérstæða umhverfi og aðstæðum, nábýlinu við Héraðsvötn.
Ritstj.
71