Skagfirðingabók - 01.01.2011, Blaðsíða 127

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Blaðsíða 127
ÆSKUMINNINGAR FRÁ SAUÐÁRKRÓKI in, dökk yfirlitum og bráðmyndarleg. Eftir fermingu fór hún eitt sumar vest ur á Ísafjörð að vinna þar á hóteli. Þá vann hún um tíma í verslun á Króknum hjá Sigurði Sigfússyni. Hún gekk í gagnfræðaskóla á Króknum. En það var litla vinnu að fá á Sauðár­ króki og leiðin lá suður á Kefla­ víkurflugvöll til að vinna þar. Þá var hún 16–17 ára. Hún hefur átt þar heima síðan. Hún giftist Gunnari Árna syni sem ættaður var úr Norður­ Þingeyjarsýslu. Þau eignuðust tvo syni, þá Árna og Pál. Ásta fór á nám­ skeið í málaralist hjá Eiríki Smith og fleirum. Hefur hún lagt það fyrir sig sem aðalstarf að mála og teikna og full yrði ég að hún er meðal fremstu vatnslitamálara okkar. Þá vann hún í nokkur ár í fríhöfninni á Kefla­ víkurflugvelli. Þau Ásta og Gunnar slitu samvistum fyrir um 26 árum. Það er ávallt notalegt að heimsækja hana. Hún er mjög gestrisin og frábær kokkur. Hún var ein í mörg ár eftir að þau Gunnar skildu. En fyrir fjórum til fimm árum kynnist hún ekkjumanni úr Keflavík, Sveini Guðnasyni. Búa þau nú saman og er mjög kært á milli þeirra. Bragi Yngstur okkar systkina er Bragi. Hann fæddist á Sauðárkróki 4. apríl 1939. Honum var ungum komið í fóst ur til mæðgna á Sauðárkróki en þær fluttu til Dalvíkur þegar hann var á fyrsta ári. Var hann hjá þeim til 11 ára aldurs að hann kom heim. Bragi var vel gefinn og skemmtilegur strákur. Hann átti mjög gott með að læra og lá allt opið fyrir honum. Þegar hann var 15–16 ára fór hann til sjós og í framhaldi af því fór hann að vinna suður á Keflavíkurflugvelli. Síðan fór hann í millilandasiglingar, varð eftir í Osló og var þar í nokkra mánuði. Þá fór hann til Kaupmannahafnar og var þar í ein 20 ár. Hann átti heima hjá fullorðinni konu sem rak gistiheimili. Var hún afar góð við hann og átti hann þar gott skjól. Hann var mjög óreglu­ samur á þessum tíma og fór það svo að Gunnar, maður Ástu, náði í hann til Kaupmannahafnar. Hann var orðinn heilsulítill sökum slarks og óreglu. Eftir að hann kom heim fór hann eitt­ hvað að vinna. Stuttu seinna greindist hann með krabbamein í efri vör og leiddi það hann til dauða. Hann var þá 47 ára. Bragi var alltaf einhleypur og eignaðist engin börn. Vorum sendir í sveit Við eldri bræðurnir fórum allir til dval ar í sveit á sumrin fram að ferm­ ing u. Haukur fór í Réttarholt í Blöndu­ hlíð, Óskar í Villinganes í Lýtings ­ staðahreppi og Miðsitju í Blönduhlíð. Ég fór 8 ára með móðursystur minni, Ágústu Jónsdóttur, að Selnesi á Skaga, en bóndinn dó stuttu eftir að ég kom þar og fór ég þá að Gauksstöðum í sömu sveit og var þar í tvö sumur. Síðan fór ég að Syðstu­Grund í Blöndu hlíð og var þar fram að ferm­ ingu. Einnig var ég þar einn vetur og gekk í skóla að Stóru­Ökrum. Það var ánægjulegur tími. Kolli bróðir fór með mömmu að Sveinsstöðum í Lýt­ ingsstaðahreppi og síðar var hann á Frostastöðum í Blönduhlíð og öðrum bæ sem ég man ekki hver var. Ásta og Bragi sluppu við að vera send í sveit. 127
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.