Skagfirðingabók - 01.01.2011, Blaðsíða 191
HÓLAÝTAN
tveggja hæða og mikið efni þurfti að
taka frá því að sunnan og austan því
jarðvegur náði þar upp á móts við
miðja veggi. [26] Jóhannes bjó stór
búi og hafði góðan arð af því. Hann
andaðist í Hveragerði 5. október 1971
og var jarðsettur á Flugumýri. [6]
Meðan við Guðmann vorum með
vélina var unnið á 87 stöðum. Mikill
tími fór því í milliferðir. Eftirfarandi
er sundurliðun á vinnutíma ýtumanna
þennan tíma:
Klst.
Vinnutími vélar ......................... 848
Hirðing vélar ............................. 124
Milliferðir ................................. 244
Ýtan flutt á vélavagni ................ 15
Viðgerðir og bið eftir
viðgerðarmönnum .................. 319
Vinna á verkstæði Kaupfélags
Skagfirðinga .......................... 63
Festur ........................................ 59
Kauptrygging ............................ 80
Samtals 1.752
Árin 1956–1961
Eftir þetta sumar mun vélin ekki hafa
verið gerð út í umferðarvinnu, en not
uð á skólabúinu á Hólum og leigð í
smærri verk.
Sumarið 1956 var Björn Norðfjörð
Guðmundsson á Hólum og vann með
vélinni það sem þurfti. Aðalverkið var
að gera við varnargarðinn við Hjalta
dalsá meðfram öllu túninu og bægja
Hofsánni frá Hólaengi. Við þetta var
unnið á aðra viku og eitt dagsverk fór
í lagfæringar á skurðinum frá Víðines
ánni í virkjunarlónið. [8]
Haustið 1956 vann ég með vélinni á
Sauðárkróki, dagana 6. og 10. septem
ber. Þá mun hafa verið jafnað undir
olíutanka fyrir BP og unnið í grunni
Sjúkrahússins. Á Bílaverkstæði Kaup
félags Skagfirðinga vann ég að viðgerð
á vélinni 3. október og síðan að ýms
um verkum með henni á Sauðárkróki
og nágrenni til 6. október. Þá var
Eyrar vegurinn lagfærður, unnið eitt
hvað fyrir Sauðárkróksbæ, Kaupfélag
Skagfirðinga, Ólaf Sigurðsson á Hellu
landi, sýsluna og ríkið og snjó mokað
af flugvelli og vegum. Síðast vann ég
með Hólaýtunni 18. október fyrir
Frystihús K.S., Sauðárkróksbæ og Sig
urð Stefánsson. [26]
Jón Sigurðsson á Sleitustöðum
minnt ist þess að Kristján Karlsson
fékk hann sumarið 1958 til að vinna
með vélinni í vegagerð á melunum á
milli Kjarvalsstaða og Kálfsstaða. Þá
var rafgeymirinn lélegur og þurfti
hann að ná í rafgeymi til Hóla. Ekki
var búið að byggja brúna við Lauf
skálaholtið svo hann fór fótgangandi
beinustu leið yfir Hjaltadalsá. Hann
bar geyminn á bakinu handan yfir
Hjaltadalsá og upp að vél. Er þangað
kom sá Jón að sýra hafði sull ast úr
geyminum og brennt stykki úr föt um
hans en bak hans reyndist óskadda ð,
sem má kallast mikil heppn i. [20]
Sumarið 1959 og veturinn 1959–
1960 vann Ólafur Íshólm Jónsson,
fyrrverandi lögregluþjónn á Selfossi,
með ýtunni. Ástæða þess að hann
valdist til þess var að hann hafði unnið
með TD 6 og TD 9 jarðýtum, þegar
hann var fjórtán og fimmtán ára, og
kunni því nokkuð til verka á því sviði.
Í bréfi sem hann ritar greinarhöfundi
segir hann svo frá þessari vinnu og
kynnum sínum af vélinni:
191