Skagfirðingabók - 01.01.2011, Page 130
SKAGFIRÐINGABÓK
honum, svaraði hann að það hefði ekki
verið þannig heldur hafi strákurinn
fipað sig á sundinu. Ísleifur Gíslason
orti vísu í tilefni af þessum hremm
ingum:
Beitti skeið á Borgarsand
beygður reiði hrannar.
Kastaði veiði en komst á land
KrákuHreiðar II.
Þá nefni ég Helgu. Hún var trufluð á
geðsmunum og oft kölluð Helga vit
lausa. Krakkarnir gerðu gjarnan hróp
að henni og tók hún því mjög illa.
Allt þetta fólk var gott við mig og fór
ég oft í sendiferðir fyrir það. Helga fór
æðioft upp á hreppsskrifstofu og hafði
allt á hornum sér og lét þá ófriðlega.
Gáfu þeir henni gjarnan kaffipoka og
tók hún þá gleði sína aftur.
Erfiður tími
Í nóvember 1943 geisaði skarlatsóttar
faraldur á Króknum. Við fengum
þess a pest og vorum sett í sóttkví og
losnuðum ekki úr henni fyrr en um
miðjan desember. Mamma hafði
fengið gömul föt sem hún venti, en
það var oft gert í gamla daga, var þá
úthverfunni snúið inn. Hún saumaði á
okkur strákana úr þessu efni buxur,
vesti eða blússur meðan á sóttkvínni
stóð. Vakti hún oft fram á nætur við
þennan saumaskap því hún hafði ekki
næði til þess að sauma á daginn. Þetta
hefur náttúrlega verið mjög erfiður
tími fyrir hana með okkur alla krakk
ana meira og minna veik. Pabbi var á
þessum tíma að keyra rútu milli
Akureyrar og Reykjavíkur fyrir Norð
ur leið og því lítið heima, enda mátti
hann ekki koma heim vegna sótt
kvíarinnar þó hann bryti það í nokkur
skipti. Áður en við losnuðum úr sótt
kvínni var öll íbúðin gerð hrein úr
lísólblöndu. Mikið fannst okkur lykt
in af því vond. Þegar við losnuðum úr
sóttkvínni voru jólin farin að nálgast
og mikil var tilhlökkunin. Man ég vel
hve eplalyktin var góð þegar við kom
um suður í Kaupfélagið, en í þá daga
voru ávextir aðeins seldir fyrir jólin.
Litla peninga höfðum við til að kaupa
fyrir. Meðan á sóttkvínni stóð man ég
að Guðrún Bjarnadóttir, kona Haralds
Júlíussonar kaupmanns, kom í nokkur
Gísli Jakobsson, Keldudal, og Magnús
Ásgrímsson, Kúskerpi, stinga upp mó.
Bensi á Spítalanum.
Ljósm.: Hörður Pálsson.
130