Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 190

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Side 190
SKAGFIRÐINGABÓK Við fluttum vélina að Stekkjarbóli í Unadal 21. júlí, höfðum byrjað dag­ inn í Enni en einnig unnið í Hólkoti, hjá Hjálmari Sigmarssyni og á Á en þar bjó þá Lilja Jóhannsdóttir. Þaðan vorum við á leið að Stekkjarbóli síðla dags. Þar bjó þá Sigurbjörn Sigmars­ son. Ég átti frívakt og gekk á eftir ýt­ unni en Guðmann keyrði. Þegar kom á móana neðan við Stekkjarból sótti svo á mig svefn að ég lagði mig á milli þúfna og svaf seinni hluta vakt arinnar eða fram undir kvöldmat. Veður var stillt og gott og sæmilegur hiti svo að ég svaf vel þarna í móun um. Við unnum 3. ágúst á Miklabæ hjá Ólafi Gunnarssyni, og um kvöldið í Stóragerði hjá Þórði Eyjólfssyni. Næst áttum við að vinna í Neðra­Ási og ætl uðum með vélina þangað um nótt­ ina. Hlýtt var í veðri og dráttur í Kolku, en yfir hana þurftum við að fara því ekki komumst við yfir brúna hjá Sleitustöðum, sem var of mjó fyrir vélina. Þar sem við vorum báðir ókunn ir staðháttum varð að ráði að við vöktum Þorvald G. Óskarsson á Sleitu stöðum, sem vísaði okkur á vað á ánni milli Hlíðarenda og Sleitustaða. Ég átti vakt og keyrði því vélina. Þegar við komum að ánni var hún ekki árennileg. Þarna braust hún fram kolmórauð með boðaföllum. Við tók­ um því viftureimina af og lögðum svo á djúpið. Guðmann kom sér fyrir á vél arhlífinni ofan á vatnskassanum. Á fyrstu metrunum fann ég að botninn var stórgrýttur og setti því tönnina niður til að hreinsa grjótið frá vélinni. Við þetta kom nokkur hreyfing á framhluta vélarinnar, upp og niður og fylgdi Guðmann að sjálfsögðu með. Þegar út í miðja á var komið fór að renna inn á gólf ýtunnar og Kolka far­ in að gæla mjög við fætur Guðmanns, þegar tönninni var minna haldið að botni. Man ég enn augnatillit það sem Guðmann sendi mér, þegar Kolka strauk fætur hans og ekki var útséð um endi ferðarinnar. En ekki tók betra við þegar yfir ána kom, því malarbakk­ inn vestan við ána var svo brattur að hann var ófær án vegagerðar.Við höfð­ um greinilega misskilið Þorvald og farið aðeins ofan við vaðið. Það var því ekki annað að gera en fara til baka og yfir ána neðar, þar sem leiðin var greið. Allt fór vel og við komumst heilir á húfi upp á Tung una og ókum glaðir að Neðra­Ási, þar sem Garðar Björns­ son tók á móti okk ur snemma morg­ uns 4. ágúst. Tvo dagparta, 25. og 26. október, unnum við hjá Jóhannesi Guð­ mundssyni í Ytra­Vallholti. Hann var þá orðinn roskinn maður, fæddur 7. september árið 1884 og því 71 árs, þegar hér var komið sögu. Hann var mjög eftirminnilegur maður, fylgdist greinilega af miklum áhuga með þjóð­ lífinu og dró sínar ályktanir. Þegar ég, sautján ára gamall unglingurinn kom í mat, bauð hann mér fyrst til stofu. Þar settist ég í sófa undir vesturvegg en Jóhannes gekk um gólf og spurði frétta af búskap bænda og fólki sem hann þekkti. Hann var mjög snyrti­ legur og hafði góða viðveru. Þarna átt­ um við góða stund þar til kona hans, Sigríður Ólafsdóttir frá Álftagerði, kallaði á okkur í mat. Hún var mikil myndarhúsmóðir og voru hin ágæt­ ust u svið á borðum. Verkefnið í Vall­ holti var að snyrta til í kringum húsið, sem þá var nýlega byggt, og bylta gömlu túni sunnan við það. Húsið er 190
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199

x

Skagfirðingabók

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.