Skagfirðingabók - 01.01.2011, Blaðsíða 164
SKAGFIRÐINGABÓK
ingar voru í búðargluggum svo og hjá
hinu opinbera. Fastur liður hjá þeim
er að borða lútfisk á jólum. Var það
þorsk ur sem lagður var í sérstakan lút.
Mér fannst þetta ekki vera góður mat
ur. Aðalréttur á jólum var svínakjöt
eða gæs. Við Haukur fengum mat á
aðfangadagskvöldið í mötuneyti skól
ans hjá honum. Það var lútfiskur og
svínakjöt, en heldur fannst okkur
þett a vera lítið jólalegt, þetta voru jú
mín fyrstu jól að heiman.
Í Þrándheimi er mjög stór tækni
háskóli. Í honum voru sex Íslend ingar
að læra verkfræði. Höfðum við bræð
urnir talsvert samband við þá. Meðal
annars vorum við boðnir í mjög fínan
jólamat til þeirra, en það var hátíðar
kvöldverður á vegum háskól ans. Það
er mjög mikið um að vera hjá Norð
mönnum um áramótin og sleppa þeir
þá gjörsamlega fram af sér beisl inu. Á
gamlaárskvöld skemmtum við okkur
með Íslendingunum sem voru í há
skól anum. Sú skemmtun var hald in á
stórum skemmtistað sem var í eigu
há skólans. Voru þar saman kom in
fleir i hundruð manns.
Ákveðið var að ég yrði bara eitt ár í
Noregi og var ég búinn að lofa Guð
jóni að koma þá til starfa hjá honum.
Ég kom heim um miðjan maí en þar
tók á móti mér norðan þræsingur og
kuldi. Voru það mikil viðbrigði en í
Noregi var komið sumar og hiti.
Kolli og Óskar bræður mínir tóku á
móti mér og var mjög gaman að hitta
þá. Þeir voru að vinna á Keflavík
urflugvelli því litla vinnu var að hafa
fyrir unga menn á Króknum. Því leit
uðu æði margir að norðan suður á völl,
en þar var næga vinnu að hafa. Um
kvöldið fórum við svo að skemmt a
okk ur. Daginn eftir flaug ég norður á
Krók. Þá var þar norðan bylur og snjó
koma. Síðan fór ég að vinna hjá mín
um gamla og góða meistara í Sauð
árkróksbakaríi Guðjóni Sigurðssyni.
Fyrstu kynnin
Ég kynntist konu minni, Ingu Sigurð
ardóttur, veturinn 1954–1955. Hún
var þá nemandi í Húsmæðraskól anum
á Löngumýri í Skagafirði. Við trúlof
uðum okkur þá um vorið. Í júnímánuði
1955 tók ég sumarfrí og ákveðið var
að ég færi að heimsækja hana vestur á
Hellissand, en hún var ættuð þaðan.
Ég tók rútuna í Borgarnes og beið þar
eftir að verða sóttur á jeppabifreið sem
tilvonandi tengdafaðir minn átti.
Fékk hann Guðmund Valdimarsson
frá Görðum til að aka bílnum. Með
honum í bílnum voru Inga og Erna
Lárentsíusdóttir. Það var ekki bíl
vegur milli Ólafsvíkur og Hellissands
og enginn vegur fyrir Jökul. Því varð
að sæta sjávarföllum til að komast út á
Hellissand. Fjöruna var ekki hægt að
fara nema á bíl sem var með drif á öll
um hjólum, en þannig stóð á í þetta
skipti, að það varð að bíða eftir að
kom ast fjöruna til klukkan tvö um
nóttina þegar fjarað var út. Þau komu
til Borgarness klukkan níu um
kvöldið. Beðið var þar í eina klukku
stund og þá var lagt af stað. Vegurinn
á þessum tíma var mjög slæmur, bæði
mjór og holóttur. Mig minnir að við
værum röska þrjá tíma frá Borgarnesi
til Ólafsvíkur. Biðum við í Ólafsvík
hátt í klukkustund eftir að fjaraði út.
Ferðin frá Ólafsvík til Hellissands
gekk mjög vel og vorum við komin út
á Sand klukkan hálfþrjú um nóttina.
164