Skagfirðingabók - 01.01.2011, Blaðsíða 148
SKAGFIRÐINGABÓK
Hann var gegnheill og góður maður,
harðduglegur og vildi láta hlutina
gerast í kringum sig. Ég tel það hafa
verið mikið lán fyrir mig að hafa
kynnst þessu fólki og hafa lært hjá
hon um. Það var engin lognmolla í
kringum hann. Hann var einarður
sjálfstæðismaður og það fór ekki hjá
því að maður yrði fyrir áhrifum frá
hon um. Hann átti sæti í bæjarstjórn
Sauðárkróks lengur en nokkur annar
eða yfir þrjátíu ár. Þá var hann mjög
góður leikari og eru mörg hlutverk
hans ógleymanleg. Nefni ég til dæmis
Jón bónda í Gullna hliðinu.
Eftir að ég fluttist til Akraness
töluðum við saman í síma minnst
hálfsmánaðarlega. Það eru ljúfar
minn ingar frá dvöl minni hjá þeim
sæmdarhjónum Guðjóni og Ólínu.
Guðjón var lágur vexti, fremur grann
ur en skarpleitur. Hann var ávallt
snyrtilegur. Hann var þunnhærður þó
ekki sköllóttur og snöggur í hreyfing
um. Þá var hann meinfyndinn og sagði
skemmtilega frá. Hann var vinmargur
og komu æðimargir í heimsókn til
hans til að fá ráðleggingar og spjalla
um daginn og veginn. Hann hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum og það átti enginn neitt hjá
honum í orðræðum. Þeir Helgi
Péturs son, maður Gígju stjúpdóttur
hans, voru í mörg ár með laxveiðiá á
leigu, Laxá í Laxárdal ytri. Guðjón
hafði mikið yndi af því að fara þangað
á veiðar eftir vinnu í bakaríinu. Fékk
hann oft góða veiði. Þá var nú létt á
honum brúnin. Þessi á var honum
mjög kær, ekki endilega það að veiða
mikið heldur að njóta þess að ganga
með ánni og fylgjast með laxinum.
Hann kom ætíð endurnærður úr slík
um ferðum. Ég fór stundum með
honu m og í þessari á veiddi ég mína
fyrstu laxa.
Ólína Björnsdóttir missti fyrri
mann sinn, Snæbjörn Sigurgeirsson,
1932 frá fimm börnum. Snæbjörn var
búinn að vera veikur mánuðina á und
an og hefur trúlega vitað að hann ætti
ekki langt eftir ólifað. Því skrifaði
hann Guðjóni Sigurðssyni bréf, en
hann var að ljúka námi í bakaraiðn í
Kaupmannahöfn en hafði áður verið í
námi hjá Snæbirni, að hann kæmi
heim og tæki við rekstri bakarísins.
Guðjón varð við þessari beiðni og kom
strax heim. Seinna giftu þau Ólína sig
og eignuðust saman þrjú börn.
Ólína Björnsdóttir var í meðallagi
há, dökkhærð, dökkeygð með dökkar
augabrúnir. Hún bar sig mjög vel, var
fallega vaxin. Hún var myndarleg kona
Ólína Björnsdóttir og
Guðjón Sigurðsson bakari.
Ljósm.: Hörður Pálsson.
148