Skagfirðingabók - 01.01.2011, Blaðsíða 118

Skagfirðingabók - 01.01.2011, Blaðsíða 118
SKAGFIRÐINGABÓK væntingum gesta. Salurinn í Skjald­ borg var skreyttur af mikilli alúð og natni. Stór fánastöng var reist við húsið og blakti þar þjóðfáninn frá því snemma um morguninn. Af mínu heimili voru foreldrarnir boðnir til veislunnar. Tilhlökkun þeirr a leyndi sér ekki þegar þau kvödd u okkur börn sín við brottför að heiman. Hús okkar úti á Höfðaströnd­ inni stóð allhátt og gátum við sem heima sátum séð til Skjaldborgar og glaðblaktandi fánans þar. Við vissum að á þessu vorkvöldi var eitthvað að gerast og litum gjarnan út um stofu­ gluggann í áttina þangað. En hvað var á seyði? Allt í einu sáum við að fáninn var kominn í hálfa stöng. Á þessu gátum við engra skýringa leitað. Síminn hangandi uppi á vegg í stofunni var ekki fyrir börn, og við vor um hlýðin og biðum bara pabba og mömmu. Þau birtust heima að vörmu spori og sögðu okkur að Þorbjörg, elst a dóttir heiðursgesta veislunnar, hefði fallið niður örend í fyrsta dansi eftir kvöldverðinn. Þorbjörg var fædd 24. júní 1884, tæpum mánuði eftir giftingu foreldra sinna. Hún var ekkja frá árinu 1926, hafði verið gift Jóhanni Georg Jóhanns syni Möller kaupmanni á Hvammstanga og síðar verslunarstjóra á Sauðárkróki og átt með honum ellef u börn. Meðal þeirra var Alda Alvilda Möller (1912–1948) sem varð lands­ fræg leikkona á skammri ævi. Þetta sorglega atvik varpaði dimm­ um skugga á staðinn um langt skeið og fékk mjög á nánustu ættingja. Árið 1947 bauðst Vilhelm póst­ og símstjórastaðan á Blönduósi. Tók hann því boði og fluttust hjónin þang að. Þar undu þau sér í 10 ár en fluttust þá til Reykjavíkur og dvöldust mörg síð­ ustu árin í skjóli Ásdísar dóttur sinnar og Þórðar manns hennar og höfðu þar hið besta atlæti. Þangað komu Hofs­ ósingar gjarnan í heimsókn til að heils a upp á þau. Vilhelm vann á póst húsinu í Reykjavík til 1963, að hann lét end­ anlega af störfum vegna sjón depru. Hann lést í Reykjavík 3. maí 1972 en Hallfríður dó 27. febrúar 1977. Ég hef gert nokkra grein fyrir hvers u óeigingjarnt starf Vilhelms var fyrir hið litla og fátæka samfélag í Hofsósi. Mér kemur það svo fyrir sjónir að Vil­ helm hafi í raun verið hjarta byggðar­ lagsins. Á starfsárum hans þar var allt meira og minna á hans höndum. Í ára­ tugi lagði hann sig fram af lífi og sál til þess að gera íbúunum lífið auðbær­ ara. Áreiðanlega var ekki í vit und hans neinn sérstakur vinnutími. Hann var alltaf til taks þegar á þurfti að halda. Hallfríður átti ekki síður þakkir skild­ ar fyrir sinn mikilsverða þátt, að gera manni sínum þetta mögulegt með fórn fýsi sinni og ábyrgð arstörfum, en um leið að annast húshald og halda gangandi gestkvæmu og barnmörgu heimili, að viðbættri umönnun for­ eldra sinna á efri árum þeirra. Margir eldri Hofsósingar eiga tvímælalaust þessari heiður sfjölskyldu mikið að þakka og það vil ég sem þetta rita full­ yrða, að aldrei var honum þakkað sem skyldi. 118
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.