Saga - 2012, Blaðsíða 6
þekkingargrunn út frá hugmyndum um einhvers konar hrygglengju í sögu
Íslands og Vesturlanda. Það efnislega afstæði sem innbyggt er í fræðigrein-
ina hefur hins vegar grafið undan þessari kjarnasmíði, enda hefur smám
saman verið dregið úr vægi þessa þáttar námsins og í staðinn reynt að móta
það út frá sérhæfingu nemenda með þverfaglegum áherslum og leiðum.
En hvernig koma viðfangsefnin til sagnfræðingsins og hvað er það sem
mótar sýn hans á og nálgun að því sem hann rannsakar? Áðurnefnd Linda
Colley segir í nýlegu viðtali við indversk-enska dagblaðið The Hindu að
eflaust hafi þættir úr æsku hennar, svo sem nábýli við rómverska virkis-
veggi og miðaldakirkjur í bænum Chester á Englandi, átt sinn þátt í að
kveikja áhuga hennar á sögu, og líklega gætu margir sagnfræðingar tekið
undir þá skoðun hennar; íslenskir miðaldasagnfræðingar af eldri kynslóð
geta væntanlega rakið fyrstu kynni sín af viðfangsefni sínu til lesturs forn-
bókmennta í æsku.
Þegar fram líða stundir koma til sögunnar aðrir þættir sem móta og hafa
áhrif á rannsóknarsvið sagnfræðinga. Praktískir þættir geta jafnvel átt þátt
í að vekja áhuga á rannsóknarefnum sem samfélagið telur gjaldgengari en
önnur þar eð þau hafa beinni skírskotun til þjóðfélagsumræðu og úrlausn-
arefna í samtímanum, svo sem á sviði stjórnmála, efnahagsmála, lögfræði
eða utanríkismála. Það er leið sagnfræðingsins til að öðlast vigt utan fræði -
grein arinnar sjálfrar, hafi hann efasemdir um gildi hennar. Það er ekki
óþekkt. Í framhaldsnámi og rannsóknum taka sagnfræðingar sér líka ýmis-
legt fyrir hendur sem telst ekki endilega á þeirra áhugasviði. Margt hefur
verið sagt og ritað um alla þá sagnfræði sem unnin er að frumkvæði og í
þjónustu yfirvalda, stofnana og fyrirtækja og líklega óþarfi að tíunda það
hér. Í þeirri umræðu hefur háskólasamfélaginu gjarnan verið stillt upp sem
andstæðu þessa vinnuumhverfis. Ekki er það þó alls kostar réttmætt því
einnig innan háskóla- og fræðasamfélagsins eru rannsakendum settar viss-
ar skorður í rannsóknum, bæði hvað varðar efnisval og aðferðir. Kennarar
hafa auðvitað löngum haft áhrif á fræðasvið nemenda sinna, en eins og
aðstæður til fjármögnunar náms hafa þróast undanfarin ár færist það sífellt
í vöxt að rannsóknarefni séu ákveðin fyrirfram og verði forsenda þess að
einstaklingur geti hafið framhaldsnám sitt. Í raun á þessi stýring líka við um
gjörvallt fræðasviðið sem fjármagnað er með styrkjum, þar sem umsóknar-
ferlið hefur mótandi áhrif á bæði efnistök og efnisval og áhersla er lögð á
samstarfsnet og þátttöku í öðrum rannsóknarverkefnum, einkum erlendum.
Rannsóknarverkefni þessi eiga þannig upptök sín í hugmyndum annarra en
þeirra sem ætlað er að leysa þau, ýmist fræðimanna, fagaðila og annarra
stjórnenda eða jafnvel stjórnvalda. Í þessu umhverfi fer sífellt meiri orka
fræðimanna í að laga sig að tengslanetinu — með tilheyrandi ferðalögum og
félagslífi — og sveigja og jafnvel nauðbeygja rannsóknir sínar í átt að mögu-
legu fjármagni í stað þess að þær mótist af hans eigin þekkingu, spurningum
eða hugmyndaflugi. Þetta þarf í sjálfu sér ekki að vera alslæmt, því sam-
formáli ritstjóra6
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 6