Saga - 2012, Side 52
Nú er það svo að bréfið kom ekki sem þruma úr heiðskíru lofti í hús
Bríetar.52 Kvennablöðin tvö, Kvennablaðið og Framsókn, höfðu birt
lesendum sínum tíðindi af kvenréttindamálefnum úti í hinum stóra
heimi nánast frá stofnun þeirra 1895. Þannig voru lesendur Fram -
sóknar fræddir um „Hið alþjóðlega kvenfélag“ í þýddri grein eftir
Ginu Krog árið 1899, en Gina ritstýrði blaðinu Nylænde sem Norsk
kvinnesaksforening gaf út. Í greininni var farið ítarlega ofan í saum-
ana á skipulagi og takmarki hins alþjóðlega félags, en hér mun átt
við framangreint ICW.53 Lesendur Kvennablaðsins voru í sömu andrá
fræddir um „Heimsfélag kvenna“ og greinilegt að skrifari byggði
þar á ofannefndri grein Ginu Krog.54 Líklegt er að kvenna blöðin tvö
hafi verið áskrifendur að blaðinu Nylænde. Bríet fékk það blað,
ásamt norska blaðinu Husmoderen og danska blaðinu Hvad vi vil og
einnig sænska blaðinu Morgonbris og fleiri blöðum, ef marka má
bréfasafn hennar og greinar þær um kvenréttindamál er hún birti í
Kvennablaðinu. Blaðið Framsókn birti þegar á árinu 1895 tvær greinar
þýddar úr Nylænde, og í svo til hverju tölublaði þess árs var dálkur -
inn „Utan úr heimi“ þar sem kvennabaráttunni í Bandaríkjunum og
Evrópu voru meðal annars gerð skil. Sjaldan var heimilda getið, en
titlunum Nylænde og Politiken brá fyrir. Næstu ár birtust fréttir af
kvennabaráttunni einnig í nær hverju blaði.
Bríet skilgreindi Kvennablaðið í upphafi árs 1904 sem svo að það
væri blað sem gerði heimilismálin að umtalsefni, en framsóknar-
málin, þ.e. pólitík, trúarbrögð og bindindi, hefðu verið á könnu
Fram sóknar.55 Framsókn hætti að koma út í lok árs 1901 og kenndi
Bríet þar um áhugaleysi fyrir stefnu blaðsins. Bríet sagði ennfremur
að þótt Kvennablaðið hafi ávallt verið fylgjandi því að konur fengju
jafnrétti í öllum greinum á móts við karlmenn, hafi blaðið ekki
fundið köllun hjá sér til þess að gera þessa stefnu að „programmi“
auður styrkársdóttir52
52 Svo virðist sem Bríet hafi haft spurnir af hinni nýju forystukonu í kvenrétt-
indamálum, Carrie Chapman Catt, þegar í ársbyrjun árið 1904, ef marka má
bréf til hennar frá Björgu Böndal (Bréfasafn Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, bréf
dagsett 1. febr. 1904. Lbs. 3588 4to). Í bréfinu afsakaði Björg sig og sagðist ekki
hafa getað fengið áskrift Carrie Chapman Catt fyrr en nýlega. Í bréfasafni
Bríetar er ekki að finna bréf frá Chapman Catt fyrr en umrætt bréf dagsett 27.
maí 1905, og af því verður ekki séð að bréf hafi farið milli þeirra fyrr.
53 Sjá Framsókn, 5. ár, 8. tbl., 1. ágúst 1899, bls. 30–31.
54 Sjá Kvennablaðið, 5. árg. 8. tbl. 1. ágúst 1899, bls. 59–60. Höfundar er ekki getið
en greinilegt er að sami þýðandi fór höndum um þessa grein og greinina sem
birtist í Framsókn, sjá hér að ofan.
55 Sjá Kvennablaðið, 10. árg. 1. tbl. 23. janúar 1904, bls. 1–2.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 52