Saga - 2012, Qupperneq 87
New Jersey um aldamótin 1800 og gróf á einu bæjar stæði meðan
Alison Hall athugaði uppistandandi hús frá 19. öld í Virg iníu. Báðar
unnu úr hundruðum dánarbúsuppskrifta frá sömu svæðum í því
skyni að meta afkomu og félagslegan metnað bænda.27 Skulda skrár,
sem oft liggja með skiptagögnum, hafa meira að segja verið notaðar
til að meta peningaflæði og eftirspurn eftir fjármagni á Spáni á 18.
öld.28 Margt er þarna forvitnilegt sem vert væri að herma eftir.
Frekari vangaveltur um það bíða betri tíma og þess í stað verður gerð
nánari grein fyrir tilurð þessara heimilda og umfangi, svo sem til að
auka vinsældir þeirra og undirbúa bætta nýtingu.
Lagalegar forsendur
Ekki var skylda að skrá öll dánarbú, heldur giltu reglur sem lutu að
því að vernda hagsmuni erfingja sem ekki gátu það sjálfir vegna
aldurs eða búsetu. Í dánarbúsuppskriftum og við skipti er reyndar
aldrei útskýrt berum orðum hvers vegna tiltekin dánarbú voru
skráð, enda þekktu sýslumenn og hreppstjórar reglurnar og ein-
faldlega fóru eftir þeim. Dæmin af Sigríði Tómasdóttur og Guðrúnu
Illugadóttur sýna þrjár meginforsendur þess að dánarbú voru
skrifuð upp, því samkvæmt lögum þurftu erfingjar að vera (1) ungir
að árum, (2) ekki afkomendur hins látna eða (3) búsettir utan sýslu.
Börn Guðrúnar uppfylla fyrsta skilyrðið og systurdætur Sigríðar hin
tvö. Væru allir erfingjar myndugir og nærstaddir gátu þeir annast
skiptin sjálfir og væri dánarbúið þá skrifað upp þurftu yfirvöld ekki
að fá eintak. Forsendur þessa fyrirkomulags er að finna í öðrum
kafla fimmtu bókar Norsku laga Kristjáns konungs fimmta frá 1687,
sem varð að lögum á Íslandi með öðrum ákvæðum um erfðir sam-
kvæmt tilskipun 17. febrúar 1769.29 Víða í Noregi voru embættis-
skiptabækur og dánarbú 1740–1900 87
27 Amy Friedlander, „House and Barn. The Wealth of Farmers, 1795–1815“,
Historical Archaeology 25:2 (1991), bls. 15–29; Alison Bell, „Emulation and
Empowerment: Material, Social, and Economic Dynamics in Eighteenth- and
Nineteenth-Century Virginia“, International Journal of Historical Archaeology 6:4
(2002), bls. 253–298.
28 Esteban A. Nicolini og Fernando Ramos, „A New Method for Estimating the
Money Demand in Pre-Industrial Economies: Probate Inventories and Spain
in the Eighteenth-Century“, European Review of Economic History 14 (2009), bls.
145–177.
29 Páll Sigurðsson, Brot úr réttarsögu (Reykjavík: Hlaðbúð 1971), bls. 192;
Lovsamling for Island. 21 bindi (Kaupmannahöfn 1853–1889): III, bls. 628.
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:39 Page 87