Saga - 2012, Qupperneq 106
hin sama og hjá Daþeusi erkibiskupi á 8. öld, að sporna gegn
ómann úð legum útburði barna og tryggja þeim öryggi.
Hliðstæðar samtímaheimildir um barnaútburð frá heiðnum sið á
Íslandi fyrirfinnast ekki.4 Í skrifum fræðimanna um íslenskt samfélag
til forna hefur því hins vegar verið haldið fram að útburður á börnum
hafi verið frjáls í heiðni.5 Heimildir um slíkan útburð6 eru sóttar í rit-
verk kristinna miðaldamanna og þá helst Íslendingabók Ara fróða
Þorgilssonar, yngri gerð, sem talin er rituð um 1130. Einnig er stuðst
við Íslendingasögur, ritaðar á 13. og 14. öld.7 Um kristnitökuna á
alþingi árið 999 eða 1000 segir Ari meðal annars á þessa leið:
Þá var það mælt í lögum, að allir menn skyldi kristnir vera og skírn
taka, þeir er áður voru óskírðir á landi hér; en of barnaútburð skyldu
standa hin fornu lög og of hrossakjötsát. Skyldu menn blóta á laun, ef
vildu, en varða fjörbaugsgarð ef vottum of kvæmi við. En síðar fáum
vetrum var sú heiðni af numin sem önnur.8
brynja björnsdóttir106
4 Tímabilið fram til siðaskipta er enn órannsakað en frá siðaskiptum er hins vegar
að finna fjölmargar heimildir um útburð barna í dómabókum sýslumanna í svo-
nefndum dulsmálum frá lokum 16. aldar til upphaf 20. aldar. Sjá Dulsmál
1600–1900. Fjórtán dómar og skrá. Útg. Már Jónsson (Reykjavík: Sagnfræðstofnun
Háskóla Íslands og Háskólaútgáfan 2000), bls. 13, 18–26, 51, 59 og 70.
5 Gunnar Karlsson, Goðamenning. Staða og áhrif goðorðsmanna í þjóðveldi Íslendinga
(Reykjavík: Heimskringla, háskólaforlag Máls og menningar 2004), bls. 21; Árni
Pálsson, „Um lok þrældóms á Íslandi“, Skírnir 106 (1932), bls. 200–201; Jenny
Jochens, Women in Old Norse Society (London: Cornell University Press 1995),
bls. 87.
6 Í merkingunni að leggja barn út á víðavang til þess að deyja. Barnið er því svipt
lífi á óbeinan hátt án þess að beita það líkamlegu ofbeldi. Í enskumælandi lönd-
um eru orðin exposure og abandonment notuð jöfnum höndum um athæfið.
Abandonment þó frekar þegar börn voru skilin eftir við klaustur og kirkjur í von
um að þau finnist.
7 Jakob Benediktsson, „Formáli“ Íslendingabók. Landnámabók. Útg. Jakob Bene dikts -
son. Íslensk fornrit I (Reykjavík: Hið íslenska fornritafélag 1986), bls. V, VII og
XVIII; Konrad Maurer, Ueber die Wasserweihe des Germanischen Heident humes
(München: Franz 1880), bls. 4–7; Juha Pantikäinen, „ Child Abandonement as an
Indicator of Christianization in the Nordic Countries“, Old Norse and Finnish
Religions and Cultic Place Names (Stockholm: Almqvist & Wiksell 1990), bls. 75–77;
Else Mundal, „Barneut bering“, Norskrift. Arbeidskrift for nordisk språk og litteratur
56 (1987) bls. 125; Carol Clover, „The Politics of Scarcity: Notes on the Sex Ratio
in Early Scandinavia“, Scandinavian Studies 60: 2 (1988), bls. 157; Jón Jóhannesson,
Íslendinga saga I. Þjóðveldisöld (Reykjavík: Almenna bókafélagið 1956), bls. 164–165.
8 Íslendingabók. Landnámabók. Útg. Jakob Benediktsson. Íslenzk fornrit I (Reykja vík:
Hið íslenska fornritafélag 1986), bls. 3 og 17. Hér er stafsetning færð til nútíma
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 106