Saga - 2012, Síða 205
senda út kannanir. Í einu svari sagnfræðings í Sögu á afmælisárinu 2011,
Kristínar Svövu Tómasdóttur, er eilítil vísbending um áhrif þessarar
kennslubókar: „Jón Sigurðsson er auðvitað leiðinlega vammlaus sem pers-
óna, en þó veitir það mér ákveðna ánægju að þrettán ára systir mín varð,
eftir að hafa lesið skólabók um Jón og hugmyndaheim 19. aldar, svo
hneyksl uð á afstöðunni til kvenna sem þar birtist (meðal annars löngu
hangsi aumingja Ingibjargar heima á Íslandi) að hún hyggst „bojkotta“
næsta 17. júní — á sjálfu afmælisárinu.“ Ein lítil saga er ekki marktæk rann-
sókn en vitnisburður samt og kall eftir rannsókn.
Á afmælisári Jóns stóð Námsgagnastofnun frammi fyrir því að þurfa að
minnast hans með einhverjum hætti og var sá kostur tekinn að gefa ekki út
nýtt lesefni heldur semja kennsluleiðbeiningar um það efni sem fyrir hendi
er. Til þess var ráðinn skólamaður sem ekki er sagnfræðingur eins og Árni
Daníel og telst varla eins róttækur í söguendurskoðun og hann, Helgi
Grímsson skólastjóri sem þekktur er fyrir námsefnisskrif. Engu að síður
nefnir hann fyrsta kafla leiðbeininganna „Gagnrýnin hugsun“ og þar eru
mæld aðvörunarorð: „Í kennslu á unglingastigi er eindregið mælt gegn
þeirri aðferð að hefja Jón á stall, tala eingöngu um glæsta þátíð og sneiða hjá
umræðu um nútíð og framtíð.“ Og höfundur heldur áfram og nartar jafnvel
í meginhugsjón þjóðernistímanna á 19. öld, „þjóðsköpunina“ eins og hann
kallar hana: „Spyrja má hvort þessi þjóðsköpun sé ekki ein af orsökum þess
hversu erfiðlega okkur gengur í dag að lifa saman í fjölmenningarlegu sam-
félagi. Má það vera að þessi áhersla á sameiginlega menningu, siði og venj-
ur, þar sem sumir fá að tilheyra „hópnum“ (þ.e. þjóðinni), en öðrum haldið
utan við með tilbúnum landamærum, ríkisborgararéttindum, skilríkjum og
öðru viðlíka, hafi sína galla?“ Það sem á eftir fylgir er að vísu ekki í þessum
gagnrýna anda þar sem áhersla er lögð á staði, hús og minnisvarða og stutt-
orðar upplýsingar gefnar um hvert fyrir sig. Í ratleik á að staldra við styttu
Jóns og í texta segir m.a.: „Jón var leiðtogi þjóðarinnar í sjálfstæðisbaráttu
okkar fyrir mörgum árum. Þess vegna var þessi minnisvarði reistur svo við
gleymum aldrei Jóni og baráttu hans fyrir sjálfstæði Íslendinga.“ (Kennslu -
leiðbeiningarnar má skoða á vef Námsgagnastofnunar: http://vefir.nams.is/
klb/jon_sigurdsson_klb.pdf).
Ein grundvallarspurningin sem Páll Björnsson leitast við að svara er: Af
hverju er Jón Sigurðsson svona lífseigur eftir dauðann? Skýring Páls er stutt
og írónísk, um leið og hann ber saman við finnska marskálkinn Carl
Mannerheim og þýska kanslarann Otto von Bismarck: „Hvað þetta varðar
var Jón Sigurðsson í miklu vænlegri upphafsstöðu en þeir vegna þess að
hann fékk ekki mörg tækifæri til að verða óvinsæll meðal landsmanna“ (bls.
246). Páll afskrifar Mannerheim og Bismarck vegna þess að þeir voru og eru
stórlega umdeildir, áttu raunar í hatrömmum og blóðugum deilum.
Abraham Lincoln þykir vænlegri til samanburðar enda vísar Páll til hans á
þremur stöðum í bókinni. En Lincoln fékk hins vegar „mörg tækifæri til að
ritdómar 205
Saga vor 2012_Saga haust 2004 - NOTA 10.5.2012 12:40 Page 205